Nató virkar ekki lengur sem friðarverkefni heldur leitar eftir stríði. Varnir eru ekki lengur málið heldur árásir. Það gengur þvert á grunngildi Nató, skrifar Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, í umræðugrein í Newsweek.
Bandaríska hernaðarbandalagið Nató hefur farið út af sporinu og gengur í dag gegn eigin reglum. Þetta útskýrir Viktor Orbán í Newsweek. Hann skrifar í grein sinni:
„Nató er á vegamótum. Vert er að muna, að farsælasta hernaðarbandalag heimssögunnar hófst sem friðarverkefni og framtíðarárangur þess byggist á getu þess til að viðhalda friði. En í dag, í stað friðar, er leit eftir stríði á dagskránni; í stað varnar er það stríð. Allt gengur þetta gegn grundvallargildum Nató.“
„Söguleg reynsla Ungverjalands er sú, að slíkar umbreytingar leiða aldrei í góða átt. Verkefnið í dag á að vera að varðveita bandalagið sem friðarverkefni.“
Enn fremur segir Orbán, að Nató uppfylli tilgang sinn, þegar það vinnur að friði í stað stríðs. Ef Nató velur átök í stað samvinnu, stríð í stað friðar, mun bandalagið „fremja sjálfsmorð.“