Nató hafnar friðartilboði Pútíns

Vladimir Pútín lagði fram friðartillögu til Úkraínu á föstudag um að ljúka stríðinu í Úkraínu til frambúðar og hefja samningaviðræður. Áður en Zelensky náði að segja sitt, þá hafnaði Jens Stoltenberg, aðalritari Nató, sáttatilboðinu í yfirlýsingu. Nató hafnaði friðarsamningnum áður en Zelensky gerði það. Zelensky hafnaði síðan friðarsamkomulaginu og sagði það „afarkosti.“

Friður er ekki í sjónmáli Vesturlanda sem ásamt Nató eru á leiðinni í þriðju heimsstyrjöldina með stanslausum vopnasendingum og peningaregni yfir Úkraínu. Hversu marga á að drepa áður en þessari brjálæðis vegferð verður hætt?

Pútín sagði á fundi með háttsettum embættismönnum rússneska utanríkisráðuneytisins á föstudag, að Kænugarður yrði að láta af hendi landsvæði þeirra fjögurra héraða sem kusu að ganga í Rússland. Jafnframt verður Úkraína að tryggja, að landið gerist ekki meðlimur í Nató. Þá leggja Rússar niður vopn og friðarviðræður geta hafist.

Zelensky sagði við sjónvarpsstöðina Sky TG24 þegar hann sótti fund G7-ríkja sem haldinn er á Ítalíu:

„Hvað get ég sagt? Þessi skilaboð eru afarkostir sem eru ekkert frábrugðnir öðrum afarkostum sem hann hefur lagt fram áður. Hann vill að við gefum eftir hluta af hernumdum svæðum okkar og líka hin sem ekki eru hernumin. Hann talar um héruð í landinu okkar og hann mun ekki hætta.“

Dmitry Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, sagði á föstudag, að lýsing Zelensky á friðartillögu Pútíns grundvallaðist á „röngum skilning.“ Blaðafulltrúi Pútíns segir við Izvestia:

„Þetta er yfirgripsmikil, mjög raunhæf og uppbyggileg tillaga. Ef skilmálarnir virðast harðari en Rússland lagði til vorið 2022, þá er það vegna þess að annað ástand hefur skapast, þar sem fjögur svæði hafa kosið að verða hluti af Rússlandi.“

Íbúar Kherson- og Zaporozhye-héraðanna sem og alþýðulýðveldanna Donetsk og Lugansk kusu með yfirgnæfandi meirihluta í september 2022 að yfirgefa Úkraínu og ganga í rússneska sambandsríkið. Kænugarður og vestrænir stuðningsmenn fordæma atkvæðagreiðsluna og segja niðurstöðurnar „falsaðar“ á sama hátt og í Krímskaga árið 2014.

Peskov minnti Izvestia á, að Úkraína hafi fengið mjög rausnarlega friðarskilmála í mars 2022 en hafnaði þeim „eftir skipun frá Bretum.“ Úkraínskir ​​fjölmiðlar og embættismenn hafa staðfest, að Boris Johnson, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, hafi sagt þeim að þeir ættu ekki að samþykkja neinn samning við Rússland.

Sjá nánar hér og hér

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa