Nemendur ævareiðir út í klassísk listaverk – ásaka kennara um íslamófóbíu

Nemendur í skóla í Frakklandi eru ævareiðir yfir því að vera neyddir til að skoða mynd af málverki frá endurreisnartímanum vegna nakins fólks. Saka þeir kennarana um íslamófóbíu, þar sem þeir neyða þessum hryllingi upp á sig. Kennararnir hafa aftur á móti neitað að kenna nemendunum eftir ásakanirnar, segir í frétt BBC.

Þola ekki vestræn listaverk

Þegar endurreisnarmálverk Giuseppe Cesari, Diana and Actaeon, sem sýnir nokkrar naktar konur, var sýnt í kennslustund í Jacques-Cartier skólanum fyrir utan París, þá móðguðust margir nemendur. Sophie Venetitay hjá kennarasamtökunum segir við AFP:

„Þeir forðuðust að horfa, þóttust móðgaðir og segjast hneykslaðir“

Í umræðu eftir á halda nokkrir nemendur því einnig fram, að kennarinn hafi tjáð sig á íslamófóbískan hátt og haft frammi kynþáttafordóma. Skólinn neitar því alfarið.

Var myrtur fyrir að sýna grínmynd af Múhameð

Kennararnir hættu vinnu Í mótmælaskyni og segja samtök þeirra, að atvikið leiði hugann til morðsins á kennaranum Samuel Paty í október 2020. Paty var myrtur og afhöfðaður nálægt skóla sínum í úthverfi Parísar í október 2020. Áður hafði Paty sýnt nemendunum skopmyndir af Múhameð. Sex unglingar hafa nýlega hlotið dóm fyrir aðild að morðinu.

Gabriel Attal, menntamálaráðherra Frakklands, heimsótti skólann og segir að „gripið verði til aðgerða gegn kvartandi nemendum.“

Samkvæmt BBC hefur ástandið verið spennuþrungið allt haustið vegna kvartana frá foreldrum um kennsluna. Kennararnir mættu aftur til vinnu s.l. þriðjudag.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa