Nóbelverðlaun fyrir að hafa gert mRNA „bóluefnin“ aðgengileg

gustafadolf.com

Í gær kynnti Nóbelnefnd Karolínsku stofnunarinnar þá tvo einstaklinga sem fá Nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði eða læknisfræði árið 2023. Katalin Karikó og Drew Weissman í Bandaríkjunum fá Nóbelsverðlaunin í ár fyrir störf þeirra við að þróa hina umdeildu mRNA tækni sem liggur til grundvallar svokallaðra bóluefna gegn Covid-19.

Nóbelsnefndin segir störf tvíeykisins vera:

„Mikilvæg fyrir þróun árangursríkra mRNA bóluefna gegn Covid-19 og að leiðandi rannsóknir þeirra hafa í grundvallaratriðum breytt skilningi okkar á því, hvernig mRNA vinnur með ónæmiskerfinu“.

„Heimsfaraldur stöðvaður með bóluefni í fyrsta sinn“

Ennfremur er því haldið fram, að rannsóknirnar hafi „stuðlað að óvenju hraðri þróun bóluefna á einni mestu ógn við heilsu manna á okkar tímum.“ (Sjá pdf að neðan). Anna Widell, prófessor í læknisfræðilegri erfðafræði, segir við sænska ríkissjónvarpið SVT:

„Þetta er í fyrsta skipti sem mannkyninu hefur tekist að berjast gegn heimsfaraldri með bóluefni. Nokkrar aðrar tegundir bóluefna voru einnig þróuð í skyndi gegn Sars-Cov-2 og samtals hafa meira en 13 milljarðar bóluefnaskammta verið sprautað í fólk á heimsvísu. Bóluefnin hafa stuðlað að því að bjarga milljónum mannslífa og koma í veg fyrir og draga úr sjúkdómum, sem hefur gert það að verkum að samfélög hafa getað opnað og farið aftur í eðlilegt ástand. Með uppgötvunum sínum um mikilvægi grundvallarbreytinga mRNA hafa Nóbelsverðlaunahafarnir stuðlað að þessari afgerandi mikilvægu þróun fyrir heiminn í einni stærstu heilsukreppu samtímans.“

1000 sinnum meiri líkur að deyja eftir „bólusetningu“ með mRNA en lyfjarisarnir lofuðu

mRNA tæknin hefur verið harðlega gagnrýnd frá upphafi og er skemmst að minnast hins heimsþekkta læknis, doktor Robert Malone, sem sent hefur hlustendum Útvarps Sögu sérstaka kveðju en hann ásamt miklum fjölda lækna út um allan heim berjast fyrir því, að mRNA tæknin verði bönnuð, þar sem skautað var fram hjá viðteknum klínískum rannsóknum við framleiðslu „bóluefnanna.“ Dr. Malone vann sjálfur við rannsóknir og þróun á mRNA tækninni sem hann gjörþekkir sjálfur. Hér má sjá viðtal við Dr. Malone um málið.

Síðasta sunnudag greindi Útvarp Saga frá umframdauða eftir bólusetningar með mRNA „bóluefnum“ samkvæmt nýrri skýrslu vísindamanna. Var niðurstaða þeirra að:

„Heildarhættan á að deyja af völdum Covid-19 bóluefna er 1.000 sinnum meiri en áður hefur verið greint frá samkvæmt gögnum klínískra rannsókna, eftirliti með aukaverkunum og tölfræði um dánarorsök sem fengin eru úr dánarvottorðum.“

Hér má sjá umfjöllun The Epoch Times um skýrsluna og þar fullyrt að um 17 milljónir manna út um allan heim hafa látist af völdum „umframdauða“ eftir að hafa fengið mRNA sprautur.

DNA mengun í mRNA-hettuglösum 350% yfir tilskildum mörkum

Sænski miðillinn Samnytt greinir frá þýska líffræðingnum Jürgen O. Kirchner, sem endurtók þær skelfilegu niðurstöður sem bandarísku vísindamennirnir Kevin McKernan og Phillip Buckhaults höfðu áður fengið varðandi himinháa DNA-mengun í hettuglösum með BioNTech/Pfizer mRNA „bóluefnum.“ DNA mengunin var 350% yfir tilskildum mörkum, þar sem notuð eru efni við fjöldaframleiðslu lyfsins sem ekki voru notuð í klínískum tilraunum sem þá gáfu þá aðrar niðurstöður. Grein um málið mun koma hér á heimasíðu ÚS innan skamms.

Fjöldamörg dómsmál eru í gangi samhliða, þar sem lyfjaframleiðendur eru kærðir af ættingjum fólks sem hefur látist af völdum bólusetningar.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa