Ný ríkisstjórn Póllands rekur starfsmenn ríkisfjölmiðla til að tryggja „réttar“ fréttir

Donald Tusk. (Mynd © Darwinek, CC SA 3.0 / European Parliament from EU, CC 2.0(.

Tveimur mánuðum eftir þingkosningarnar í Póllandi var stjórnarandstöðuleiðtoganum Donald Tusk falið að reyna að mynda nýja ríkisstjórn með frjálslyndum og ESB-sinnuðum flokkum. Það hefur hann gert og hin nýja ríkisstjórn byrjaði umsvifalaust á því að reka fólk, sem ekki er talið hliðhollt nýrri stjórnmálastefnu landsins. SVT greinir frá þessu.

Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti hafa verið við völd í Póllandi í rúm átta ár. Flokkurinn varð stærsti flokkurinn í kosningunum í október en það dugði ekki til. Meðborgarabandalag stjórnarandstöðuflokkanna fékk 54% atkvæða. Lög og réttlæti tókst ekki að mynda ríkisstjórn og keflið gekk því til fyrrverandi stjórnarandstöðu sem núna hefur myndað ríkisstjórn.

Í tíð fyrri ríkisstjórnar voru ríkisfjölmiðlar sakaðir um hlutdrægan fréttaflutning. Nýja ríkisstjórnin vill tryggja sér að stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar stjórni fjölmiðlunum.

Í vikunni hóf því nýja ríkisstjórnin „umbætur“ á ríkisfjölmiðlum, þar sem stjórnendur voru reknir. Leiddi brottreksturinn m.a. til setuverkfalls í ríkissjónvarpsbyggingunum.

Fyrrum forsætisráðherra, Mateusz Morawiecki, sagði að nýja stjórnin hefði verið með „ofbeldissinnuð afskipti“ af ríkissjónvarpinu. Morawiecki sagði við fréttamenn:

„Við erum að sjá fyrsta skrefið í átt að einræði.“


Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa