Nýir losunarskattar ESB munu tvöfalda verð á bensíni og dísil ár 2027

Gleðin yfir lækkuðu eldsneytisverði sem stjórnvöld og Svíþjóðardemókratar innleiddu í Svíþjóð gæti orðið skammvinn. Taka á upp áður óþekkt losunargjald í Svíþjóð árið 2027, sem bætist ofan á eldsneytisverð hjá ökumönnum, flutningafyrirtækjum, húsnæði og öðrum atvinnugreinum.

Um áramótin var lækkunarskyldan í Svíþjóð lækkuð niður í sex prósent sem er lágmark ESB. Lækkunarskyldan er skylda söluaðila bensín og dísils að minnka losun sem hægt er að gera með meiri sölu á endurnýjanlegri orku og einnig með meiri blöndun slíkra efna í bensín og dísil. Um er að ræða losunarskatt. Lækkunin um áramótin hafði jákvæð áhrif á bensín og dísilverð sem lækkaði lítillega. Peder Blohm Bokenhielm frá Eldsneytisuppreisninni „Bränsleupproret“ með 600.000 meðlimi á Facebook segir við Carup:

„Við vöruðum við lækkunarskyldunni þegar árið 2019 upplýstum hvernig hún myndi hafa áhrif á eldsneytisverðið í Svíþjóð. Á þeim tíma trúði okkur enginn þegar við sögðum að verðið gæti farið allt að 30 sænskar krónur lítirinn. Nú hefur Svíþjóð lagað stig sitt að umheiminum sem er að miklu leyti þakka upplýsingastarfi okkar.“

Nú eru hins vegar nýjar hækkanir í gangi sem valda áhyggjum. Eftir þrjú ár munu Svíar kynna nýtt viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir ETS2. Nýir losunarskattar sem ökumenn, flutningafyrirtæki, heimili og aðrir þurfa að greiða munu renna í loftslagssjóð ESB.

40 sænskar krónur líterinn (= 532 íslenskar krónur)

Að sögn Peder Blohm Bokenhielm hefur komið fram á fundum með fulltrúum eldsneytisiðnaðarins, að verðið geti farið upp í allt að 40 sænskar krónur á líterinn, þegar þessar nýju reglur ESB taka gildi. Í augnablikinu kostar venjulegt bensín undir 20 sænskar krónur á líterinn (252 íslenskar krónur). Eldsneytisuppreisnin varar nú við því að áhrifin á eldsneytisverð kunni að verða langtum meiri vegna ETS2 en áður var reiknað með.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa