Nýr landamærastjóri ESB segir óframkvæmanlegt að stöðva ólöglegan innflutning hælisleitenda

Það er ómögulegt að stöðva ólöglegan innflutning til ESB. Það segir Hans Leijtens, nýr yfirmaður Frontex, landamæravörslu ESB. Hann kallar eftir meiri „hreinskilni“ í staðinn.

Hans Leijtens, nýr yfirmaður Frontex segir í viðtali við Welt am Sonntag:

„Ekkert getur hindrað fólk í að fara yfir landamæri. Enginn múr, engin girðing, enginn sjór, engin á.“

Hans Leijtens mælir þess í stað að fólk sýni ólöglegum innflytjendum frá þriðja heiminum „meiri hreinskilni“ skrifar Berliner Zeitung.

Frontex ber ábyrgð á að tryggja ytri landamæri Schengen-svæðisins. En nýi landamærastjóri ESB hefur áhyggjur af öllu tali um að reyna að takmarka hinn hömlulausa innflutning. Hans Leijtens segir:

„Þetta er oft mikil óskhyggja og ýkt orðaval.“

Á síðasta ári sótti yfir milljón ólöglegra innflytjenda um hæli í ESB. Flestar umsóknir bárust Þýskalandi.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa