Nýr veiruvals WHO: Biður um upplýsingar um „nýja veiru frá Kína“

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO tilkynnti í vikunni, að hún hafi óskað eftir upplýsingum frá Kína um fjölgun öndunarfærasjúkdóma og lungnabólguklasa meðal barna.

The Gateway Pundit greindi frá því, að óútskýrð veikindi sem líkjast lungnabólgu breiðist hratt út um skóla í Kína. Hafa börn í auknum mæli verið tekin inn á sjúkrahús vegna þessara veikinda.

Kínverjar tilkynna um aukningu á tíðni öndunarfærasjúkdóma

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni tilkynntu yfirvöld kínverska heilbrigðisnefndarinnar um aukningu á tíðni öndunarfærasjúkdóma í landinu þann 13. nóvember.

Fjölmiðlar og eftirlit Alþjóða nefndar gegn smitsjúkdómum „birtu fréttir um klasa ógreindrar lungnabólgu hjá börnum í norðurhluta Kína.“

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir „óljóst,“ hvort málin séu tengd og hefur óskað eftir frekari faraldsfræðilegum og klínískum upplýsingum og „rannsóknarniðurstöðum“ frá börnum með öndunarfærasjúkdóma.

Kínverjar segja aukninguna stafa vegna afturköllun Covid-takmarkana

Í athugasemd sem send var til Kína segir WHO:

„Frá miðjum október hefur norður Kína greint frá aukningu sjúkdóma sem líkjast flensu samanborið við sama tímabil á undanförnum þremur árum.“

Samhliða því að hvetja til eflingar eftirlits með öndunarfærasjúkdómum sagði WHO við Kínverja:

„Yfirvöld hafa lagt áherslu á þörfina á bættu eftirliti með sjúkdómum í heilbrigðisstofnunum og sveitarfélögum, auk þess að styrkja getu heilbrigðiskerfisins til að taka við sjúklingum.“

Kínversk yfirvöld rekja fjölgun tilfella öndunarfærasjúkdóma til afturköllun á takmörkunum sem sett voru Covid-19 og dreifingu þekktra sýkla.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa