Nýtt reiknikerfi leiðir til hærra raforkuverðs á Norðurlöndum

Nýtt verðlíkan verður tekið í notkun á norræna raforkumarkaðinn seinna í ár sem mun leiða til hærra raforkuverðs. Í Svíþjóð skera ákveðnar borgir sig sérstaklega úr.

Um er að ræða svokallað flæðisreikningslíkan samkvæmt reglugerð ESB sem verður fljótlega tekið í notkun. Raforkuverðið verður reiknað út á alveg nýjan hátt.

Að sögn Åsu Hauer, viðskiptasvæðisstjóra hjá rafmagnsveitunni Elskling, er stefnt að því að nýta raforkukerfið á hagkvæmari hátt til að geta flutt út meira rafmagn til annarra landa í Evrópu án þess að þurfa að stækka raforkukerfið.

Nýja kerfið leiðir til dýrara raforkuverðs í allri Svíþjóð en ákveðnar borgir og svæði verða sérstaklega illa úti.

Tólf prósent

Samkvæmt tölum sem Sænska orkunetið hefur birt, þá er það umfram allt á raforkusvæði númer þrjú með borgum eins og Stokkhólmi og Gautaborg, sem rafmagnsverðið mun hækka mest – um tólf prósent. Hauer segir við TV4:

„Sex af hverjum tíu Svíum búa á þessu svæði, meirihlutinn verður fyrir áhrifum af hærra raforkuverði.

Fyrir meðalstórt einbýlishús með um 20.000 kílóvattstunda notkun á ári verður hækkunin um 3.400 sænskar krónur á ári.

Á raforkusvæði fjögur í syðsta hluta Svíþjóðar er hins vegar útlit fyrir, að raforkuverð verði sjö prósent lægra. Rafmagnsverð á orkusvæði eitt í nyrsta hluta Svíþjóðar mun haldast óbreytt.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa