Nýtt „sjálf-afritandi“ sa-mRNA bóluefni samþykkt til fjöldaframleiðslu í Japan

Blaðamaðurinn Roman Balmakov hjá The Epoch Times segir frá nýju sjálfframleiðandi sa-mRNA bóluefni sem sparar lyfjarisunum skilding í framleiðslu og eykur margfalt árangurinn…..

Fyrir tveimur vikum varð Japan fyrsta landið í heiminum til að samþykkja nýja tegund af sjálf-afritandi mRNA (sa-mRNA) bóluefni.

Fyrirtæki sem heitir Meiji Seika Pharma sendi frá sér yfirlýsingu þann 28. nóvember þar sem tilkynnti er, að fyrirtækið hafi fengið leyfi stjórnvalda til að framleiða og markaðssetja Kostaive sa-mRNA COVID bóluefnið.

Hvað er sjálffafritandi mRNA bóluefni?

„Venjuleg“ mRNA bóluefni virka þannig (sjá skýringarmynd): Strengur af breyttu mRNA sem inniheldur nýja röð fyrirmæla til að búa til toppprótein sars-Covid 2 veirunnar er verndaður með hjúpi af lípíð nanóögnum, sem leysast upp í því ferli að koma mRNA strengnum inn í frumur líkamans. Þegar þessi RNA-strengur er kominn inn í frumuna, tekur fruman við og framleiðir innkóðað toppprótein sem á að lokum að leiða til ónæmissvörunar. Þetta er mjög einfölduð útskýring á því hvernig ferlið virkar.

Hin nýju sjálfframleiðandi mRNA bóluefni taka allt ferlið skrefi lengra með því að samþætta genin sem þarf til að endurframleiða RNA. Með þessum hætti má minnka bóluefnisskammtinn verulega og minnka framleiðslukostnaðinn, þar sem bóluefnið „bókstaflega stækkar“ í líkamanum.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa