Fréttaritara fer að líða eins og stríðsfréttaritara. Enn ein hryðjuverkaárásin var gerð í nótt. Í þetta sinn við fjölbýlishús í Linköping. Bjarga þurfti íbúum og flytja í húsnæði í grenndinni að sögn sænska sjónvarpsins SVT.
Samkvæmt Kristoffer Axelsson hjá lögreglunni er verið að rannsaka umfang skaðans á húsinu. Enginn á að hafa særst í árásinni. Kristoffer Axelsson segir:
„Fasteignin er skemmd og við erum að athuga hversu miklar skemmdirnar eru. Lögreglan vinnur að rannsókn á vettvangi og styður slökkvilið og sjúkralið í starfi þeirra.“
Lögreglan hefur handtekið mann á fertugsaldri sem er grunaður um morðtilræði. Þetta er sjötta hryðjuverkasprengingin í Svíþjóð á örfáum dögum sem hófust á mánudag í Farsta í suður Stokkhólmi. Þrjá hryðjuverkasprengingar í Stokkhólmi, tvær í Gautaborg og svo núna þessi í Linköping. Það er búið að sprengja sundur „hina góðu tryggu Svíþjóð.“