Öfgavinstrið með óeirðir í nótt eftir kosningaúrslitin í Frakklandi

Vinstri menn sjá rautt eftir að Þjóðfylkingarflokkurinn varð stærsti flokkurinn í fyrri umferð kosninganna í Frakklandi. Öfga vinstrimenn sýna enn og aftur, að þeir trúa bara á lýðræði þegar þeir vinna. Sjá má myndbönd af óeirðum í nótt neðar á síðunni.

Þúsundir vinstri öfgamanna mótmæltu niðurstöðu kosninganna í París í nótt. Í Lyon þar sem margir innflytjendur búa hafa vinstri öfgamenn og innflytjendur tekið sig saman og voru í átökum við lögregluna. Meðal annars unnu óeirðaseggirnir skemmdarverk á bílum og húsum, rændu verslanir, börðust við lögregluna, kveiktu elda og skutu rakettum á vegfarendur.

Sýna sitt rétta andlit

Vinstrimenn nota mikið orðið lýðræði en það orð hefur sérstaka merkingu í hugum þeirra. Þegar kjósendur kjósa íhaldsflokk þá fer hinn herskái hópur ANTIFA eða AFA (Anti Facist Action) út á göturnar og berst við lögregluna. Óeirðir þeirra bæði í Frakklandi sem og annars staðar segir allt sem segja þarf.

Vinstrimenn, sérstaklega öfga vinstrimenn, nota eins og bolsévíkar forðum fjálglega orðið lýðræði. Markmið þeirra er hins vegar alræðisstjórn kommúnismans sem fótum treður öll réttindi einstaklingsins.

Hér að neðan eru myndskeið frá óeirðum spældra öfga vinstri manna í nótt:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa