Öfgavinstrið stjórnar Hollywood

Leikkonan Drea de Matteo, sem einkum er þekkt úr sjónvarpsþáttunum „The Sopranos“ segir að öfgavinstrið stjórni öllu í Hollywood. Hún segir undir fjögur augu, að margir leikarar séu stuðningsmenn Donald Trump en þori ekki að segja opinberlega frá afstöðu sinni eða gagnrýna Joe Biden af ótta við félagslega útskúfun og vaxandi áreitni.

Drea de Matteo þorir að segja frá viðurstyggilegri framkomu vinstri manna í Hollywood.

Drea de Matteo lýsti sjálfri sér sem einni af þeim „útskúfuðu“ í Hollywood eftir að hún gagnrýndi Joe Biden í viðtali við hinn þekkta stjórnmálaskýranda Jesse Watters (sjá að neðan). Vísaði hún til örlaga kvikmyndapersónu hennar (Adriana La Cerva) í mafíuþáttunum:

„Við vorum útskúfuð í „The Sopranos“ … þótt gagnrýnendur hældu okkur… Ég er enn útskúfuð. Hér er ég, þeir ætla að fara með mig út í skóg og skjóta mig því ég styð ekki Biden.“

Hún er sannfærð um að fjöldi leikara hafi svipaðar skoðanir, þeir þora ekki að tjá skoðanir sínar vegna skoðanakúgunar í Hollywood. Ofsafengnir stjórnmálaandstæðingar stjórna Hollywood og hafa mikil áhrif á kvikmyndaiðnaðinn.

Öfgavinstrið stjórnar öllu

De Matteo viðurkenndi nýlega í podcasti Donald Trump Jr., að hún hafi kosið Joe Biden í síðustu forsetakosningum. Hún skipti um skoðun í kjölfar landamæraóreiðunnar og fjölda annarra mála. Hún hefur síðan orðið harður gagnrýnandi eineltis- og sniðgöngumenningar.

Hún útskýrði líka í öðru viðtali hjá „Varney & Co“, að flestum sé kunnugt um yfirráð öfga-vinstri manna í Hollywood og að sífellt fleiri séu orðnir þreyttir á skoðanakúguninni. Þrátt fyrir það, þá er óttinn ráðandi áfram. Hún sagði þá:

„Það eru mjög fáir sem eru tilbúnir að tjá sig. Þeir munu líklega kjósa repúblikana og þetta er fólk sem venjulega myndi aldrei gera það. Fólk er hrætt. Þetta er ekki lengur eins og lýðræði.“

Ýmsir vísa veginn

Jon Voight þorir að segja frá því að hann styðji Donald Trump

De Matteo segir að henni finnist það vera niðurlægjandi, hvernig áberandi ítalsk-amerískir einstaklingar hagi sér. Nefnir hún ruddalegar árásir Robert De Niro á Donald Trump (sjá youtube að neðan) sem og hinn þekkta ónæmisfræðing Anthony Fauci. Hegðun sem hún telur að eigi ekki að eiga sér stað innan viðkomandi atvinnugreina

De Matteo er ekki fyrsta Hollywood-stjarnan sem tjáir sig á gagnrýninn hátt um stjórn og áhrif öfga-vinstrimanna á kvikmyndagreininni. Önnur dæmi eru Chris Pratt, Russell Brand, Gina Carano, Jon Voight og Dana White.

Þeir eru kannski enn opinberlega í minnihluta og hafa staðið við skoðanir sínar, þrátt fyrir allan rógburð fjölmiðla og hefndaraðgerðir frá helstu kvikmyndafyrirtækjunum. Að Drea de Matteo tekur opinberlega málstað „hinna útskúfuðu“ þýðir, að öfga vinstra liðið er á undanhaldi. Því fyrr sem þeir hætta viðurstyggilegum útskúfunum á hæfileikaríka leikara bara fyrir að vera með „rangar skoðanir“ þeim mun betra.

Sjá má viðtalið við De Matteo hér að neðan og þar fyrir neðan eru dæmi um hegðun Robert De Nero sem vill „kýla Trump í andlitið“ og einnig lýsing Jon Voight á því, hvernig vinstra liðið hafi eyðilagt Hollywood.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa