Öll heimsmarkmið glóbalistanna líta út fyrir að mistakast

Tákn „alheimsmarkmiðanna“ samkvæmt upplýsingamiðstöð Sameinuðu þjóðanna, UNIC. (Mynd © Project Kei CC 4.0).

Markmið 2030 – „Agenda 2030“ sem glóbalistarnir nota til að ná kverkatökum á ríkjum heims, virðast ætla að mistakast algjörlega. Kemur það fram í skýrslu frá þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna „Sustainable Development Solutions Network“ samkvæmt fréttastofu AP.

Árið 2015 settu SÞ upp 17 alþjóðleg sjálfbærnimarkmið í „Agenda 2030.“ Þau markmið innihalda m.a. „baráttuna gegn loftslagsbreytingum.“ Þegar helmingur tímans er liðinn í dag, lítur ekki betur út en að engu markmiði verið náð. Þetta kemur fram í „Skýrslu um sjálfbæra þróun“ sem kom út fyrr í ár. Guillaume Lafortune, aðalhöfundur skýrslunnar, sagði við AP:

„Við eigum á hættu að tapa áratug í sjálfbærri þróun.“

Öll heimsmarkmiðin komin verulega út af sporinu

Þess í stað er hættan sú, að bilið á milli ríkra og fátækra landa varðandi „sjálfbæra þróun“ verði stærra árið 2030 samanborið við 2015. Í skýrslunni segir, að öll heimsmarkmiðin hafi farið verulega út af sporinu.

TT hefur einnig skrifað um þetta og bendir á að „17 af 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna gætu mistekist fyrir 2030.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa