Gamla valdaelítan í ESB mun reyna að halda áfram á sömu braut og áður, þrátt fyrir niðurstöðu ESB-kosninganna. Þetta fullyrðir Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, í færslu á X (sjá að neðan).
Í ESB-kosningunum juku hægri flokkar verulega við fylgi sitt í mörgum ESB-ríkjum. En mun það skipta einhverju máli?
Öflin sem stjórna ESB hafa ákveðið að hunsa raunveruleikann og vilja kjósenda, fullyrðir Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands. Orbán skrifar í innleggi á X:
„Vilji kjósenda í ESB var hunsaður í Brussel í dag. Niðurstaða ESB-kosninganna er skýr: Hægri flokkarnir urðu sterkari, vinstri og frjálslyndir töpuðu fylgi. Flokkur fólksins „The European People´s Party, EPP“ hefur hins vegar, í stað þess að hlusta á kjósendur, blandað reit sínum við sósíalista og frjálshyggjumenn. Þeir sömdu um að skipta æðstu störfum ESB á milli sín.“
„Þeim er sama um raunveruleikann, þeim er sama um niðurstöður kosninganna til Evrópuþingsins og þeim er sama um vilja fólksins í Evrópu. Við skulum ekki vera barnaleg: þeir munu halda áfram að styðja fólksflutninga og senda enn meira fé og vopn til stríðsins á milli Rússlands og Úkraínu.“
Ungverski leiðtoginn lofar að beygja sig ekki gagnvart þessu heldur ætlar að vinna að því að „sameina öfl evrópskra hægrimanna gegn stríðsóðum embættismönnum ESB.“