Ungverjaland styður ekki áframhaldandi setu Ursula von der Leyen, sem forseta framkvæmdastjórnar ESB, að því er Hungary Today greinir frá. Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, fullyrðir í færslu þann X, að uppgjörið um völdin í ESB grundvallist á „lygabandalagi.“
Lagt er til að Ursula von der Leyen sitji áfram sem forseti framkvæmdastjórnar ESB í fimm ár til viðbótar. Ungverjaland sem er á móti uppgjöri vinstri-frjálslynda hópsins EPP segir uppgjörið vera skömm í hattinn hjá viðkomandi flokkum.
Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, segir EPP blekkja evrópska kjósendur með því að taka atkvæði íhaldssamra í ESB-kosningunum og fara síðan með þau í vinstri beygju. Enn fremur kallar hann flokkabandalagið sem hefur verið myndað „bandalag lyga og svika“ að sögn Interfax. Viktor Orbán segir (sjá X að neðan):
„Þetta er augljós valdníðsla og við höfum enga ástæðu til að styðja slíka valdníðslu.“
Orbán telur einnig, að reglum réttarríkisins hafi verið beitt pólitískt og flokksbundið gegn Ungverjalandi. Hann skrifar á X:
„Evrópsku kjósendurnir hafa verið blekktir. EPP myndaði lygabandalag með vinstri og frjálslyndum. Við styðjum ekki þennan skammarlega samning!“
European voters have been deceived. The @EPP formed a coalition of lies with the left and the liberals. We do not support this shameful agreement! #EUCOpic.twitter.com/eOEjdi9mXZ
❌@PM_ViktorOrban: Hungary cannot support the extension of @vonderleyen's mandate. The rule of law, an important European value, has been used politically and on a partisan basis against Hungary.
❗️Arriving at the two-day EU summit, PM Orbán stated that the coalition formed by… pic.twitter.com/CWfnIuVplj