Örvænting franskra valdhafa eftir fyrri umferð kosninganna

Fyrri umferð hinna örlagaríku kosninga í Frakklandi er lokið. Eins og við var búist varð Þjóðfylkingarflokkur Le Pen stærsti flokkurinn. Nýja Alþýðufylking vinstri róttækra varð í öðru sæti og flokkur Macrons í þriðja sæti.

Frakkar gengu að kjörborðinu í gær í fyrri umferð kosninga sem Macron efndi til í kjölfar lélegrar útkomu flokks hans í ESB-þingkosningunum. Nánast allar skoðanakannanir fyrir kosningar sýndu, að Þjóðfylkingarflokkur Le Pen, RN, yrði stærsti flokkurinn.

Þjóðfylkingarflokkurinn, RN, fékk 33,2%, Nýja Alþýðufylkingin, FP, 28,1%, ríkisstjórnarsamsteypa Emmanuel Macron forseta, EN, 21,0% og Lýðveldisflokkurinn, LR, 10,0% fyrir repúblikana (LR), skýrslur að sögn Le Monde.

Áður óþekkt von

Liðsmenn RN fagna útkomunni af fullum krafti og munu reyna að auka fylgi sitt verulega fyrir senni umferð kosninganna þann 7. júlí. Búist er við snarpri kosningabaráttu þessa vikuna og helst af öllu vildu Þjóðflokksfylkingarmenn fá hreinan meirihluta. Flokksleiðtoginn Jordan Bardella, sem er forsætisráðherraefni flokksins, skrifar á X, að Frakkar hafi „skapað áður óþekkta von fyrir landið.“

Væðing frjálslyndra og grátandi loftslagsvarnarsinnar

Þó niðurstaðan komi ekki á óvart miðað við skoðanakannanir þá ríkir algjör örvæntingarupplausn meðal franskra ráðamanna. Bæði Alþýðufylkingin og samfylkingarflokkur Macron súpa hveljur yfir því, að Frakkar hafna þvingaðri fjölmenningu, fjöldainnflutningi fólks, alræðishyggju ESB og stríðsáróður.

Macron öskrar eftir sameiningu gegn Þjóðfylkingarflokki Le Pen. Francetv greinir frá því, að núverandi forsætisráðherra Gabriel Attal hafi tilkynnt, að 60 frambjóðendur dragi sig til baka með það eitt að markmiði að koma í veg fyrir að fullveldissinnar nái meirihluta í seinni umferð kosninganna.

Myndir frá kosningavöku umhverfisverndarsinna sýnir hágrátandi fólk yfir kosningaúrslitunum (sem ekki er óalgengt meðal pólitískt rétttrúaðra samanber þegar Svíþjóðardemókratar sóttu fram í Svíþjóð).

Kosningabandalag vinstri róttækra og Macron til að hindra að flokkur Le Pen fái völdin

Jean-Luc Mélenchon, leiðtogi vinstri Alþýðufylkingarinnar, skrifar á X að kosningaúrslitin hafi „hreinsað þá gildru sem Macron setti upp“ og kosningaúrslitin hafi verið „hörmulegur ósigur fyrir ríkisstjórnina.“

Þrátt fyrir gagnrýnina á Macron tilkynnir Mélenchon engu að síður, að Alþýðufylkingin muni draga nokkra frambjóðendur sína til baka í seinni umferð kosninganna, á þeim svæðum þar sem Alþýðufylkingin varð þriðji stærsti flokkurinn. Samkvæmt frétt Le Figaro eiga kjósendur Alþýðufylkingarinnar að kjósa Macron og tryggja honum stuðning á þessum svæðum til að koma í veg fyrir meirihluta Þjóðfylkingarflokks Le Pen.

Vinstri róttækir hvetja þannig flokksmenn sína til að velja flokk Macrons forseta, sem er fyrrverandi Rothschild bankastjóri og virkur í samtökum glóbalista í World Economic Forum og hefur valdið gríðarlegri reiði landsmanna sinna sem farið hafa í hundruð þúsunda tali á götur til að mótmæla hækkun eftirlaunaaldurs og breytt ellilífeyriskerfis ásamt bruðli með skattafé. Að ekki sé minnst á hömlulausan innflutning fólks frá þriðja heiminum. Fyrir þessa vinstri róttæklinga er það mikilvægara að hafa kvalara sinn áfram en að Þjóðfylkingarflokkur Le Pen fái völdin.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa