Pólskir bændur ganga til liðs við evrópska vörubílstjóra – 3.000 vörubílar í biðröð við landamæri Póllands og Úkraínu

Stephan Bandera, þjóðhetja Úkraínu, var nasískur stríðsglæpamaður sem myrti pólska borgara. Þess vegna er ekki svo skrýtið að pólskir bændur styði frekar vörubílstjóra Póllands og innan ESB en standa að baki landbúnaðar- og flutningareglum ESB sem gefa úkraínskum flutningabílstjórum undanþágu frá þeim reglum sem öðrum er álagt að fylgja innan ESB.

Í upphafi stríðsins í Úkraínu, skar Pólland sig úr sem einn af traustustu bandamönnum Úkraínu, bæði hvað varðar útvegun vopna og skotfæra ásamt því að taka á móti miklum fjölda flóttamanna Úkraínu.

Donald Tusk gegn bændum og flutningabílstjórum

Deilurnar snúast um það, að ESB felldi niður reglur um að leyfi þurfi fyrir flutningabílstjóra sem koma frá Úkraínu til ESB-ríkja. Í bakgrunninum eru alþjóða matvælarisar sem vilja komast inn á markaði í Póllandi, Ungverjalandi, Slóvakíu og fleiri löndum. Þegar Úkraína þarf ekki að fylgja lögum ESB, þá er eðlilegri samkeppni kippt úr liðnum og vörubílstjórar og bændur ESB settir í erfiða stöðu með hærri sköttum og reglum en þeir úkraínsku. Pólland, Ungverjaland og Slóvakía ákváðu að framlengja ekki sérreglur ESB og þá ákvað Úkraínustjórnin að kæra a.m.k. Pólland hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni WTO. Vegna þessarar kæru ákvað fyrri ríkisstjórn Póllands að hætta allri hernaðaraðstoð við Úkraínu og tók afstöðu með eigin bændum.

Nýkjörin ríkisstjórn Donald Tusk hefur heitið því að endurreisa sambandið við Kænugarð og hefja aftur hernaðaraðstoð til Úkraínu til að berjast gegn Rússum. Þá þegar voru pólskir bændur og flutningabílstjórar í baráttu gegn ákvörðunum ESB.

Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, er talsmaður glóbalismans og sýnir elítu ESB og Bandaríkjanna meiri skilning en eigin landsmönnum. Hann vill „ræsa út heiminn“ til að hjálpa Úkraínu (lesið: hefja heimsstyrjöld við Rússland).

Pólsku flutningafyrirtækin og flutningabílstjórarnir hafa haldið uppi mótmælum við landamærin síðan í nóvember. Bændurnir hafa einnig tekið þátt í þessum mótmælum. Þó að hlé hafi verið haldið á landamæradeilunni yfir jól- og nýár, þá eru núna yfir 3.000 vörubílar í röðum við landamærin. Úkraínskir vörubílstjórar mæta lokuðum landamærum þriðja mánuðinn í röð.

Einum flutningabíl leyft að fara yfir landamærin á klukkutíma fresti

Reuters greindi frá:

Roman Kondrow, leiðtogi bændamótmælanna í Medyka, sagði við PAP, að þrátt fyrir að landbúnaðarráðherrann Czeslaw Siekierski hefði lagt fram bréf, þar sem sagt væri að farið yrði að kröfum þeirra „þá hefði forsætisráðherrann ekki undirritað slíka yfirlýsingu.“ Kondrow sagði:

„Við höfum ekki fengið skriflega staðfestingu á því að farið verði að kröfum okkar, svo við höldum mótmælunum áfram. Við munum aðeins leyfa einum flutningabíl á klukkustund að fara í gegnum hliðið.“

Síðan í byrjun nóvember hafa pólskir vörubílstjórar lokað vegum á fleiri stöðum og þrýst á Evrópusambandið. Donald Tusk nýorðinn forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi:

„Ég mun reyna að sannfæra flutningabílstjórana um að nota ekki lokanir sem aðferð til að verja hagsmuni sína. Við munum gera allt til að vernda hagsmuni þeirra í raun. Lokanir í ljósi sprengjuárása og sífellt harðari aðgerða Rússa gerir þetta verkefni ekki auðveldara fyrir okkur. Ég mun verða afkastameiri fyrir pólska flutningabílstjóra, þegar engar hindranir eru í gangi.“

Langar raðir við flestar landamærastöðvar

The Kiev Post greinir frá: Andriy Demchenko, talsmaður landamæragæslunnar í Úkraínu sagði við Ukrinform á þriðjudag:

„Lokun landamæranna við Rava-Ruska/Hrebenne, Krakivets/Korczowa og Yahodyn/Dorohusk heldur áfram.“

Samkvæmt pólskum landamæravörðum voru 1.620 flutningabílar í biðröð við þessar stöðvar. Þó að bændur hafi opnað Shehyni-Medyka landamærastöðina um jól og áramót, er röðin þar nú að sögn 1.200 vörubíla löng. Umferð á öðrum landamærastöðvum er opin, en þar hafa myndast langar raðir þega fólk breytir um akvegi vegna lokananna. Á þriðjudagsmorgun biðu 200 vörubílar eftir að komast yfir landamærin frá Slóvakíu í átt að Úkraínu við Uzhhorod eftirlitsstöðina. Um 420 vörubílar biðu eftir að komast yfir landamærin frá Rúmeníu til Úkraínu við Porubne eftirlitsstöðina.


Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa