Pútín vinsæll – 176 milljónur höfðu séð viðtalið kl. 15 laugardag

Þegar þetta er skrifað hafa yfir 176 milljónir manna horft á viðtal Tucker Carlsson við Vladimir Putin – bara á hans eigin X rás. Nú varar sænskur vísindamaður, sem er sérfræðingur í málefnum Bandaríkjanna, við því, að stuðningur við Pútín aukist jafnt og þétt í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn tengja nefnilega Pútín við andspyrnu gegn stjórnmálalegum rétttrúnaði.

Tucker Carlsson, fyrrverandi þáttastjórnandi Fox News, hefur fengið gríðarlega athygli síðustu daga, þegar hann fór til Moskvu og tók viðtal við Vladimír Pútín, Rússlandsforseta. Um miðjan laugardag kl. 15 höfðu meira en 176 milljónir manns séð viðtalið bara á X-síðu Tucker Carlson.

Nú varar Björn Ottosson hjá rannsóknardeild sænsku Allsherjarvarnarmálastofnunar við auknum vinsældum Pútíns í Bandaríkjunum. Ottosson segir við TV4, að Carlsson hafi fengið viðtalið vegna þess að hann „hafi afstöðu sem Pútín myndi vilja sjá að dreift yrði víða.“ Carlsson hefur áður gagnrýnt yfirþjóðlegar stofnanir og hernaðaraðgerði Bandaríkjanna í öðrum löndum. Ottoson sagði:

„Pútín segir að elítan steli peningum bandarískra skattgreiðenda til að heyja stríðið. Tucker skráir það líka. Það eflir hugmyndina. Sem er gríðarlega erfitt fyrir okkur hér í Evrópu.“

Pútín sífellt vinsælli

Ottosson hefur áhyggjur af því, að hugmyndir Pútíns nái meira fylgi í Bandaríkjunum. Hann segir að „hugmyndir“ hafi náð sterkari ítökum að undanförnu og að fólk hafi samúð með Pútín, vegna þess að því finnist hann standa á móti stjórnmálalegum rétttrúnaði.

Ottosson nefnir, að Pútín hafi notið meiri vinsælda í Bandaríkjunum á undanförnum árum – þrátt fyrir stríðið í Úkraínu. Samkvæmt könnunum sem Yougov gerði hafa vinsældir Pútíns aukist úr 15 í 26% á fjórum árum.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa