Ráðherrar fundu fyrir reiði bænda í Berlín

Á mánudag lauk hinum miklu þýsku bændamótmælum með öflug fundi í höfuðborginni Berlín. Vegirnir fylltust af dráttarvélum og torgin fylltust af mótmælendum. Ráðherrar þýsku ríkisstjórnarinnar áttu greinilega að fá að finna fyrir kraftinum í reiði almennings.

Eins og sést á myndskeiði réttarheimspekingsins Evu Vlaardingerbroek í morgunsárið voru þúsundir dráttarvéla víðs vegar að úr Þýskalandi á leið á stóru mótmælin í Berlín í dag. Með fundinum sem samtök Bænda stóðu að ásamt fleirum, þá lauk viku mótmælatíma bænda sem leiddu til þess, að Þýskaland stöðvaðist á nokkrum stöðum. Mótmælin voru haldin fyrir framan Brandenburger Tor minnismerkið, sem er talið „tákn þýskrar einingu.“ Tugir þúsunda voru á mótmælafundinum auk þúsunda dráttarvéla og flutningabíla.

Brandenburger Tor er ein þekktasta bygging Berlínar.

Lögreglan í Berlín hafði bannað dráttarvélum og öðrum farartækjum að fara að Brandenborgarhliðinu frá sunnudagskvöldi. Samkvæmt Junge Freiheit var ástæðan þrengsli vegna mannfjöldans og dráttarvéla sem myndu loka fyrir alla aðra umferð.

Baulað á útskýringar ráðherra

Margar ræður voru fluttar fyrir framan Brandenborgarhliðið, meðal annars af fulltrúum þýsku bændasamtakanna. Ein ræða vakti sérstaklega mikla athygli, sú sem Christian Lindner fjármálaráðherra hélt (sjá X að neðan). Á meðan á ræðunni stóð bauluðu fundarmenn á Lindner. Hann reyndi að rökstyðja nauð þess að fella niður niðurgreiðslur á landbúnaðardísilolíu sem olli mótmælunum. Hann sagði að peninga vantaði til að uppfæra skóla og vegi. Fundarmenn mótmæltu harðlega, þegar Lindner sagði að ríkið þyrfti að spara til að geta borgað til stríðsrekstursins í Úkraínu.

Lindner er ekki fyrsti fulltrúi ríkisstjórnarinnar sem finnur fyrir reiði bænda. Landbúnaðar- og matvælaráðherra, Cem Özdemir, neyddist til að lofa bændum að hann myndi beita sér fyrir betri efnahag fyrir landbúnaðinum. Olaf Scholz kanslari varð að fela sig á bak við stóra girðingu til að forðast reiða borgara.

Hvað gerist næst?

Það á eftir að koma í ljós hvort bændur nái kröfum sínum í gegn hjá stjórnvöldum: að falla frá fyrirhuguðum lífsnauðsynlegum niðurgreiðslum á landbúnaðardísilolíu. Stjórnvöld hörfuðu frá upphaflegum áætlunum jafnvel áður en mótmælin hófust. Burtséð frá því hvað gerist næst, þá eru flestir sammála um, að þýsku bændurnir hafi sýnt að fullu hvaða mætti þeir búa yfir. Ef stjórnvöld hverfa ekki frá áætlunum sínum, þá hafa bændur sýnt að hægt er að stöðva allt Þýskaland. Margir krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa