Rafbílar í næstum helmingi meiri vanda en bensínbílar

Rafknúin farartæki hafa næstum 80% meiri vandamál og eru almennt óáreiðanlegri en bílar sem knúnir eru með hefðbundnum brunahreyflum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn frá bandarískum neytendasamtökum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni.

Nýjasta skýrsla „Consumer Reports“ kom samtímis og bílakaupendur í Bandaríkjunum geta nýtt sér alríkisskattafslátt að verðmæti allt að $7.500 við kaup á rafbíl. Bílaframleiðendur hafa komið með fjöldann allan af nýjum gerðum en neytendur hafa flýtt sér hægar að skipta yfir í rafbíla en græningjar óskuðu sér. Ein af ástæðunum er sögðu sú, að rafmagnsbílar eru oft dýrari í viðhaldi en hefðbundin farartæki og þurfa aukabúnað eins og rafhleðslutengi á heimilinu.

Rafbílarnir koma verst út

Tvinnbílar með hleðslu fá slæma útkomu með næstum 150% meiri vandamál að meðaltali en eldsneytisdrifnir bílar. Aftur á móti eru venjulegir tvinnbílar „ljósi punkturinn“ með um fjórðungi færri vandamál en bensínknúnir bílar. Rafbílar almennt eru með um 80% meiri vandamál en eldsneytisdrifnir bílar (sjá töflu að neðan).

Niðurstöðurnar eru byggðar á könnun meðal félagsmanna samtakanna um vanda sem þeir hafa lent í með farartæki sín á síðasta ári. Núverandi skýrsla inniheldur gögn um meira en 330.000 ökutæki sem framleidd voru á árunum 2000 – 2023 auk nokkurra skýrslna um nýjar gerðir fyrir ár 2024. Jake Fisher, yfirmaður bílaprófana hjá Consumer Reports segir:

„Þessi saga fjallar í raun um vaxtarverki.“

Vandamál með rafhlöður

Rafbílaeigendur tilkynntu oftast um vandamál með rafhlöður og hleðslukerfið auk galla í því hvernig yfirbygging og innrétting falla saman. Consumer Reports gefur ökutækjum einkunn á 20 mismunandi vandamálum allt frá háværum bremsum til hleðsluvandamála. Áreiðanlegasti hluti bílamarkaðarins eru smábílar, því næst koma sportbílar, litlir pallbílar og meðalstórir og stærri bílar. Sú bílategund sem fær hæsta einkunn fyrir áreiðanleika er Toyota 4Runner. Efstu fimm vörumerkin samkvæmt skýrslunni eru Lexus, Toyota, Mini, Acura og Honda. Verst eru Jeep, Volkswagen, Rivian, Mercedes-Benz og Chrysler.

Fjórir rafgeymar og 13 mótorar

Hansjörg von Gemmingen á heimsmet í keyrslu Tesla módel S frá 2013: 1. 900. 000 kílómetra. Bílamiðilinni Carup segir, að til þess að geta keyrt svona langt og í svo mörg ár, þá þurfti von Gemmingen að kaupa þrjár nýjar rafhlöður og samtals tólf nýjar vélar. Hansjörg von Gemmingen á góð ráð fyrir þá, sem vilja aka jafn lengi og langt og hann:

„Teslan hefur gott loftræstikerfi fyrir rafgeyminn. Það er mjög mikilvægt að rafgeymirinn hitni ekki og það er líka mikilvægt fara ekki með kaldan geymi í hleðslutæki, því það er mjög slæmt fyrir rafgeyminn.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa