Rafbílar lífshættulegir eftir árekstur

Á fimmtudagskvöld varð árekstur tveggja rafbíla í Fristad við Borås og kviknaði í bílunum. Þar sem veruleg hætta getur stafað af þeim fóru öryggisverðir strax á staðinn til að koma í veg fyrir að neinn gæti slasast við að nálgast þá.

Árekstur bílanna var í Fristad fyrir utan Borås. Eftir áreksturinn var svæðið girt af og vaktað af öryggisvörðum til að koma í veg fyrir, að einhver kæmist of nærri þeim og myndi til dæmis koma við þá. Slíkt gæti verið lífshættulegt þar sem bílarnir geta leitt „rafmagn.Rickard Holtemark hjá Viking björgunarþjónustunni í Borås segir við ríkisútvarpið SR:

„Það mun hafa miklar afleiðingar, ef þú færð á milli 600 og 800 volt eða jafnvel meira í líkamann. Það eru miklar líkur á að þú munir deyja.“

Rafbílarnir voru undir eftirliti þar til tæknimenn frá tveimur mismunandi bílafyrirtækjum komu til að sjá um bílana:

„Við höfum ekki heimild til að aftengja rafmagnið í þeim tilvikum, þar sem þess er krafist. Við getum gert það en í bili setjum við öryggið framar öllu svo tæknimenn viðkomandi framleiðanda verða að koma og laga þetta á réttan hátt á staðnum.“

Holtemark kallar eftir nýjum öryggisaðferðum til að geta meðhöndlað rafbíla við árekstra eins og í Fristad.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa