Rasmussen: Við ákváðum þegar 2008 að Úkraína yrði meðlimur í Nató

Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi aðalritari Nató, staðfestir á myndbandi sem hefur á ný farið eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum, að Nató hafi ákveðið þegar árið 2008, að Úkraína yrði aðili að hernaðarbandalaginu.

Hann útskýrir einnig, að eftir að „Rússlandsvandinn“ verði leystur, þá komi tími til að einbeita sér að Kína í staðinn. Anders Fogh Rasmussen staðfesti í þessu viðtali fyrir níu mánuðum síðan við „Lýðræðisbandalagið“ sem er eigin hugveita Nató, að það hafi verið ákveðið þegar árið 2008, að Úkraína myndi ganga ganga í Nató (sjá X að neðan). Rasmussen sagði:

„Við ættum ekki bara að endurtaka orðalagið sem við ákváðum þegar árið 2008, að Úkraína myndi gerast aðili að Nató. Við ákváðum það þegar árið 2008.“

„Það er einfaldlega ófullnægjandi að endurtaka það. Við þurfum að gera eitthvað meira og ég held að Nató ætti að ákveða að segja: Allt í lagi, við útbúum áætlun fyrir aðild Úkraínu Nató. Þangað til þarf Úkraína að njóta verndar hernaðarbandalagsins með víðtækum öryggissamningi.“

Kína er áskorun alheims

Að sögn Fogh Rasmussen er afar mikilvægt að „Rússlandsvandinn“ verði leystur eins fljótt og auðið er. Hann telur að öflug og stöðug Úkraína sé nauðsynleg til að skapa langtímafrið og stöðugleika í Evrópu. Hann leggur áherslu á að með því „megi losa um fjármagn til að mæta raunverulegri langtíma alþjóðlegri áskorun, nefnilega Kína.“ Rasmussen segir að Úkraína eigi að fá öll þau vopn sem þörf er á eins og þar langdrægar eldflaugar, þunga skriðdreka og orrustuþotur. Hann segir:

„Við verðum að viðhalda sameiginlegri þjálfun og sameiginlegum æfingum undir fána ESB og Nató. Jafnvel á úkraínsku landi. Nató mun halda áfram að styðja Zelenskí „eins lengi og þörf krefur.“

Ísraelskur innblástur

Hann líkir tillögu Nató um öryggisábyrgð handa Úkraínu við þær sem Bandaríkin hafa áður veitt nánum bandamanni sínum: Ísrael:

„Auðvitað er munur á Úkraínu og Ísrael. En í grundvallaratriðum höfum við mótað öryggissáttmálann í Kænugarði eftir öryggisfyrirkomulagi Bandaríkjanna og Ísraels.“

Allt samtal Fogh Rasmussens við Jeanne Meserve hjá hugveitu Nató má sjá hér að neðan:


Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa