Leitaðu að „Ísrael” með stærstu leitarvél Kína á netinu, Baidu. Þú munt komast að því, að nafn Ísrael er ekki lengur á landakortinu. Uppgötvunin, sem kom mörgum í Kína í opna skjöldu 30. október síðastliðinn, er nýjasta dæmið um ískalda útsmogna þöggun stjórnvalda í Peking. Kína er á engan hátt að koma gyðingum til hjálpar eins og sumir aðrir gera. Þvert á móti ásaka þeir Ísrael um að hafa farið langt fram úr eðlilegum sjálfsvörnum í gagnárásum gegn hryðjuverkasveitum Hamas.
Þannig hefst greinin „Rauði langi skugginn að baki íslamskra hryðjuverka” í The Epoch Times, þar sem greint er frá áratuga undirróðursstarfsemi Kína sem liggur að baki hryðjuverkum í Miðausturlöndum. Hér birtist síðari hluti greinarinnar. Fyrri hlutann má skoða hér.
Uppbygging kommúnismans
Sagan um tengsl Peking við Palestínumenn nær að miðju sjöunda áratugarins, þegar Kína varð fyrsta landið, sem ekki var arabískt, til að viðurkenna hin nýstofnuðu Frelsissamtök Palestínu, PLO, sem fulltrúa palestínsku þjóðarinnar.
PLO opnaði skrifstofu í Peking. Ríkisfjölmiðlarnir lýstu Yasser Arafat, sem var formaður PLO frá 1969 til dauðadags árið 2004, sem dyggum aðdáanda Mao Tsetung, stofnanda Kommúnistaflokks Kína. Skæruhernaðarstefna þess síðarnefnda hafði „mikil áhrif“ á baráttu PLO við Ísraela, samkvæmt grein frá 2021 sem deilt var á vefsíðum kínverskra sendiráða og ræðismannsskrifstofa.
„Hin djúpa vinátta“ var líklega ástæðan fyrir því, að Arafat ferðaðist til Kína „þegar málefni Palestínumanna voru á tímamótum.“ Í sömu grein ver bent á, að Arafat „hefði það að venju að skiptast á skoðunum við kínverska leiðtoga einu sinni á ári.“
Höfðu myndir af Maó Tsetung í palestínskum flóttamannabúðum
Málpípur kommúnistaflokksins í Kína voru stoltar af áhrifum stjórnarinnar á palestínskum svæðum. Í frétt kínverska ríkisfjölmiðilsins Málgagn Alþýðunnar frá 1969 var vitnað í palestínska bardagamenn sem sögðu að tilvitnanir og skrif Maós væru „andleg fæða“ þeirra og „öflugasta vopn.“
Blaðamaðurinn sagði, að Palestínumenn sýndu Maó svo mikla lotningu, að þeir hengdu mynd hans í palestínskar flóttamannabúðum í Jórdaníu og dýrkuðu skrif hans sem mikilvægari en mat og vatn.
Moustapha Saphariny, sendiherra Palestínu í Kína frá 1992 til 2002, hlaut stjórnmálalega menntun og herþjálfun í Kína 19 ára gamall, áður en hann fór á vígvöllinn gegn Ísrael. Hann kynntist eiginkonu sinni þegar hann lærði alþjóðastjórnmál við Peking háskóla og taldi Kína vera „annan heimabæ“ sinn samkvæmt bók frá 2016 sem gefin var út í hans nafni.
Stuðningur sósíalista við Hamas engin tilviljun
„Þessi hryðjuverkasamtök hafa alltaf gengið á maóisma“ segir Trevor Loudon, sérfræðingur í laumuspili kommúnista og meðvirkur á The Epoch Times. Hann segir það enga tilviljun, að hópar sósíalista um allan heim fylkja liði til stuðnings Hamas:
„Það sem við köllum íslömsk hryðjuverk er uppbygging kommúnismans. Hvort sem skæruliðinn í grasrótinni áttar sig á því eða ekki, þá stefnir forystan að kommúnískum markmiðum.“
Belti og Braut
Stuðningur kínversku stjórnarinnar við Palestínumenn heldur áfram. Eftir að hafa undirritað samning í desember 2022 um innviða stórverkefni Belti og Brautar, sem Peking nýtir til að flytja út pólitísk og efnahagsleg áhrif, – þá tilkynnti kínverska borgin Wuhan um vináttusamning við Ramallah, þann fyrsta sinnar tegundar milli Kína og Palestínumanna.
Peningar eru súrefnið fyrir Hamas
Kína var beinlínis bendlað við að aðstoða Hamas fyrir meira en 10 árum, þegar fórnarlömb sprengju- og eldflaugaárása í Ísrael höfðuðu eins milljarða dollara skaðabótamál gegn Kínabanka samtímis sem seðlabankinn var sakaður um að hafa vísvitandi auðveldað greiðslur til Hamas. Þó að ísraelska ríkisstjórnin hafi upphaflega sett kraft á bak við málshöfðunina, þá dró ísraelska ríkisstjórnin sig úr málinu ár 2013 og meinaði fyrrverandi hryðjuverkamanni að gefa vitnisburð, að sögn vegna þrýstings frá Kínverjum.
Ísraelski lögfræðingurinn Nitsana Darshan-Leitner, sem hafði aðkomu að málinu, segir í viðtali við The Epoch Times að „peningar eru súrefnið fyrir hryðjuverkastarfsemina.“ Hún sagði, að Peking stjórnaði Kínabanka, þannig að öll skref bankans endurspegluðu stefnu kínverskra stjórnvalda:
„Á þeim tíma var það mjög truflandi að Kína var í grundvallaratriðum að styðja Hamas.“
Yfirvöld í Peking hafa í millitíðinni lýst því yfir, að þau muni eiga samskipti við Palestínumenn á þeirra eigin forsendum.
Kínversk vopn til PLO
Kínversk yfirvöld hunsuðu andstöðu Bandaríkjanna og Ísraels og buðu háttsettum leiðtoga Hamas, Mahmoud al-Zahar, velkominn í höfuðborg Kína ár 2006. Matthew Johnson hjá Hoover-stofnuninni segir við The Epoch Times:
„Slíkt réttlætir Hamas og festir í sessi stöðu Hamas sem rödd Palestínu og palestínsku þjóðarinnar.“
Kína hóf vopnasendingar til PLO strax við stofnun samtakanna árið 1964 og hélt því áfram í byrjun níunda áratugarins. Mark Morrisson skrifar í ritgerð 1981 fyrir skóla bandaríska sjóhersins sem þjálfar herforingja, að Kína hafi a.m.k. tvisvar sinnum með viku millibili „afhent mikið magn af þungavopnum“ í september ár 1981.
Kína að baki PLO
Fræðimaðurinn Lillian Craig Harris lýsti Peking árið 1977:
„Peking er samkvæmasti stórvelda-stuðningsaðili palestínsku skæruliðasamtakanna: Vopnaði þau, gagnrýndi þau, leitaðist við að sameina þau og veitti siðferðilegan og efnislegan stuðning, þrátt fyrir bresti í samskiptunum.“
Hún skrifaði í fræðiritið „Journal of Palestine Studies“:
„Án kínverskrar hernaðaraðstoðar væri PLO ef til vill ekki sú pólitíska öfluga stofnun sem hún er í dag.“
Kínversk stálrör í eldflaugum Hamas
Í núverandi stríði eins og fyrr hafa vopn byggð á kínverskri tækni streymt inn á Gaza og verið í höndum Hamas. Herra Pinko rifjaði upp, að á meðan hann var enn í sjóhernum í Líbanonstríðinu 2006, þá varð flaggskip Ísraels, Hanit, fyrir íranskri eldflaugaárás með eldflaugum sem virtust vera kínverskar. Ísraelskir embættismenn greindu árið því árið 2014, að smyglaðar sýrlenskar eldflaugar í langdrægum kerfum voru gerðar af Sichuan Aerospace Industrysd í ríkiseigu Kína.
Árið 2009 sýndu myndir á vígvellinum rör frá kínverskum stálframleiðanda í eldflaugum Izz al-Din al-Qassam herdeildanna – hernaðararms Hamas á Gaza. Viðbrögðin sem komu í kjölfarið urðu til þess að fyrirtæki í Shandong-héraði skýrði frá því, að rörin væru ætluð gasfyrirtæki í Mið-Austurlöndum. Fyrirtækið sagði:
„Það eina sem þetta sýnir, er að vörur verksmiðjunnar okkar eru í hæsta gæðaflokki og á sanngjörnu verði.“ Fyrirtækið bætti við, að það gæti ekki gefið upp „hverrar þjóðar viðskiptavinurinn væri en það væri örugglega ekki Líbanon.“
Styðja kommúnismann, hata Vesturlönd og vilja útrýma Ísrael
Í hersýningu árið 2014 sýndi Hamas kínverska brynvarða flutningabíla af gerðinni Type 63, sem hefur verið vinsæll í Mið-Austurlöndum, að sögn kínverska ríkisfjölmiðilsins Ifeng. „Ekkert er tilviljun þegar kemur að Kínverjum,“ sagði herra Pinko.
Samkvæmt Loudon eru hinir ýmsu stjórnmálahópar á palestínskum svæðum ekkert frábrugðnir „mismunandi fylkingum mafíunnar.“ Hann sagði:
„Þeir gætu stundum hrakið hvern annan burtu af landsvæðum en þeir standa allir sameinaðir í því að styðja kommúnismann, hata Vesturlönd og vilja útrýma Ísrael.“
Færumst sífellt nær þriðju heimsstyrjöldinni
Þó að Ísrael hafi lengi verið viðskiptaaðili Kína, gæti stríðið leitt til þess að Ísrael endurmeti sambandið. Maya Yaron, í raun sendiherra Ísraels, sagði Taívan vera „virkilega góðan vin“ vegna málefnalegs stuðnings og sagði viðbrögð Kína „mjög truflandi.“
Án þess að vera með neina kristalskúlu þá er tilfinningin sterk um yfirvofandi hættu. Loudon sagði:
„Við færumst sífellt nær þriðju heimsstyrjöldinni. Förum við fram af brúninni? Ég vona ekki, en það er það sem við ættum að skoða hér. Núna nýta þessi lönd tækifærin á meðan þau geta.“
Luo Ya lagði sitt af mörkum við þessa samantekt. Byggt á grein í The Epoch Times.