Réttrúnaðareftirlitið hefur verið á eftir James Bond í töluverðan tíma. Þegar ný upplaga var gerð árið 2023 á klassískum Bond bókum Ian Fleming frá 1950, þá voru sérstakir „tilfinningalesendur“ fengnir til að endurskrifa textann og fjarlægja „tilfinningalega röng kynþáttaorð og staðalímyndir.“
Nýju prentuninni fylgdi einnig eftirfarandi viðvörun:
„Þessi bók var skrifuð á þeim tíma þegar hugtök og skoðanir, sem gætu talist móðgandi af lesendum nútímans, voru algengar.“
Kommúníska menningarbyltingin á fullu í kvikmyndabransa Vesturlanda
Breska kvikmyndastofnunin, BFI, bætir núna við mörgum aðvörunum á undan hyllingu til tónskáldsins John Barry sem vann við gerð nokkurra James Bond mynda. Daily Mail greinir frá því, að vitringar BFI hafi birt „absúrda“ viðvörun til kvikmyndaunnenda nútímans, um að kvikmyndir 007 gætu „móðgað“ kvikmyndaunnendur nútímans og komið þeim í uppnám.
Kvikmyndaáhugamenn sem fara á hátíð klassískra kvikmynda eru varaðir við því, að ævintýramyndir James Bond „geti móðgað fólk í dag.“ Stórsmellir eins og Goldfinger og You Only Live Twice innihalda málnotkun og þemu sem „tilheyra“ sjöunda áratugnum.
Frábiðja sér ábyrgð á „móðgun“ fyrri tíma
Væntanlegir áhorfendur eru varaðir við fyrir utan kvikmyndahús BFI á Southbank í London, segir í frétt Telegraph. Þar segir:
„Vinsamlegast athugið, að margar þessara kvikmynda innihalda tungumál, myndir eða annað efni sem endurspeglar skoðanir sem voru ríkjandi á þeim tíma en eru móðgandi í dag (eins og þá). Titlarnir eru hafðir með af sögulegum, menningarlegum eða fagurfræðilegum ástæðum og þær skoðanir standa á engan hátt fyrir Bresku kvikmyndastofnunina eða samstarfsaðila hennar.“
Verður að vara við mörgum öðrum myndum fyrst byrjað er að vara við James Bond
Barry gerði tónlist fyrir tvær Bond myndir með Sean Connery, „You Only Live Twice“ frá 1967 og „Goldfinger“ frá 1964 og báðar hafa aðvörun um hið móðgandi innihald. Rithöfundurinn Douglas Murray bendir á eftir ákvörðun BFI:
„Svo virðist sem „menningarleg ungseiði“ stjórni hlutunum. Ég reyni að hugsa til baka til þeirra kvikmynda sem BFI hefur birt og ég hef séð áður. Fyrst þeir ætla að byrja að setja viðvaranir á James Bond, þá held ég að „120 dagar Sódómu“ þurfi líklega einhvers konar öfgaviðvörun.“