Helstu vandamálin í heiminum næstu tvö árin eru ekki stríð eða loftslag, heldur „rangar og villandi upplýsingar“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í ræðu sinni á stóra glóbalistafundinum í Davos.
Núna stendur yfir árlegur fundur glóbalistaaelítunnar í World Economic Forum. Á þriðjudaginn hélt Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ræðu sína. Fyrir fundinn í ár benti World Economic Forum á „rangar og villandi upplýsingar“ sem stærstu ógnir heims.
Rangar og villandi upplýsingar stærra vandamál en stríð og loftslag
Ursula von der Leyen er sammála þessari skilgreiningu og sagði:
„Árleg alþjóðleg áhættuskýrsla ykkar er athyglisverð og hreinskilin lesning. Fyrir alþjóðleg viðskipti verða helstu vandamálin næstu tvö árin hvorki stríðsátök né loftslagið. Það verða rangar og villandi upplýsingar sem koma í kjölfar sundrungar í samfélögum okkar.“
Takmarkar getu okkar að takast á við önnur vandamál
„Þessar ógnir eru alvarlegar vegna þess að þær takmarka getu okkar til að takast á við helstu alþjóðlegu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir: breytingar á loftslagi okkar – og landfræðilegu loftslagi okkar; breytingar á lýðfræði okkar og tækni okkar; vaxandi svæðisbundin átök og harðnandi geopólitísk samkeppni og áhrif hennar á aðfangakeðjur.“
ESB á að taka forystuna í alþjóðamálum
Að sögn yfirmanns ESB keppa löndin nú harðari en þau hafa gert í áratugi. Þess vegna er kominn tími til að „byggja upp traust.“ Það er kominn tími til að „drífa áfram alþjóðlega samvinnu meira en nokkru sinni fyrr“.
„Það krefst tafarlausra og skipulagðra viðbragða að takast á við umfang alþjóða áskorana. Ég held að það sé hægt að gera það. Ég tel að Evrópa geti og verði að taka forystuna í mótun alþjóða viðbragða.“
Esku Schwab
Síðar í ræðunni sneri hún sér að Klaus Schwab, yfirmanni WEF.
„Elsku Klaus. Leyfðu mér að koma aftur að aðalvandamálinu í alþjóðlegu áhættuskýrslunni: rangar og villandi upplýsingar. Að taka á þessu hefur verið áhersla okkar frá upphafi starfs míns. Með lögum okkar um stafræna þjónustu skilgreindum við ábyrgð helstu netkerfa á því efni sem þeir kynna og dreifa. Ábyrgð gagnvart börnum og viðkvæmum hópum sem lenda í hatri og einnig ábyrgð gagnvart samfélögum okkar í heild. Þar sem línan á milli netsins og lífsins fyrir utan er sífellt að verða þynnri. Þau gildi sem við verndum án tengingar eiga líka að vera vernduð á netinu.“
Gagnrýnin á boðskap von del Leyen er hörð á samfélagsmiðlum. Þannig skrifar einn notandinn:
„Þýðing: Stærsta hugðarefni þeirra er að brjóta á bak aftur hina alvarlegu alþjóða andspyrnuhreyfingu gegn alþjóða stefnu þeirra.“