Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn James David Vance sagði í ræðu í öldungadeildinni, að „sérfræðingar“ hafa blekkt Bandaríkin inn í hvert hryllilegt stríðið á eftir öðru. Víetnam. Afganistan. Írak. Nýjasta eilífðarstríð „sérfræðinganna“ er Úkraína. „Því verður að ljúka núna“ segir þingmaðurinn.
James David Vance, öldungadeildarþingmaður repúblikana, hélt nýlega innihaldsríka ræðu, þar sem hann leggst gegn eilífum stríðum Bandaríkjanna í öðrum löndum. Hann sagði m.a.:
„Hversu oft höfum við ekki á undanförnum áratugum verið beðin um að hlusta á sérfræðingana. Samt spyrjum við aldrei, hvaða þekkingu þessir sérfræðingar hafa í utanríkismálum. Sérfræðingarnir, sem nutu trausts beggja flokka, komu okkur inn í Víetnam. Það stríð varaði í næstum 15 ár og eyðilagði líf næstum 60.000 Bandaríkjamanna. Til hvers?“
Samstaða um utanríkisstefnu sérfræðinganna að baki stríðum Bandaríkjanna
„Það var samstaða beggja flokkanna um utanríkisstefnu sérfræðinganna, sem kom okkur í 20 ára stríð í Afganistan. Í tvo áratugi fjármögnuðu bandarískir skattgreiðendur, hvernig átti að breyta Afganistan í blómlegt lýðræði. Eða hvernig átti að tryggja, að Afganar hefðu almennilegar bandarískar hugmyndir um kynin ár 2000. Kannski var þetta sóun á peningum og kannski höfðu sérfræðingarnir rangt fyrir sér.“
Ráð sömu „sérfræðinga“ leiddu til þess, að Bandaríkin réðust inn í Írak. Var sagt að Írak væri með gereyðingarvopn, sem síðar kom í ljós að var ekki satt.
„Núna fara þessir sérfræðingar í nýja krossferð. Núna hafa þessir sérfræðingar nýja krossferð í gangi sem bandarískir skattgreiðendur eiga að fjármagna — endalaust, sem kölluð er „Átökin í Úkraínu.“
Innbyggð tímasprengja að koma Trump fyrir ríkisrétt ef hann hættir að senda peninga til Úkraínu
Að sögn J.D. Vance, þá er innbyggð „tímasprengja“ í nýjustu tillögunni um meira fé til Úkraínu sem Öldungadeildin hefur samþykkt að senda til fulltrúadeildarinnar (sjá X að neðan). Ef Donald Trump, verði hann forseti á ný sem allt bendir til, reynir að stöðva fjármögnun stríðsins í Úkraínu, þá verður hann dreginn fyrir ríkisrétt. Vance sagði í ræðu sinni:
„Við framleiðum um það bil 30.000 stórskotaliðsskot á mánuði. Það hefur aukist úr um 20.000 á mánuði frá upphafi átakanna. Giskið á hvað Rússar framleiða marga á dag? Um 25.000 stórskotaliðsskot dag. Þannig að á einum mánuði framleiða Bandaríkin, stærsta hagkerfi í heimi, vopn með sama hraða á mánuði sem Rússar gera á einum degi.“
Skrýtið að engar spurningar eru spurðar um hver sprengdi gasleiðslurnar
Öldungadeildarþingmaðurinn hafði einnig spurningar varðandi hryðjuverkaárásina á Nord Stream:
„Hvernig lítur orkuverð út um allan heim? Við höfum ekki hugmynd um hver sprengdi Nord Stream leiðslurnar í loftið. Við getum haft okkar getgátur. En er það ekki dálítið skrítið og óvenjulegt, að bandamenn okkar í Evrópu láta það viðgangast mikilvægusta eldsneytisslagæð þeirra er eyðilögð og þeir virðast ekki hafa neinn áhuga á að spyrja spurninga um það?“
Hér að neðan er X um málið og þar fyrir neðan ræða öldungadeildarþingmannsins í heild: