Rutte tekur við af Stoltenberg sem aðalritari Nató

Í dag varð það gert opinbert, að einn mest hataði stjórnmálamaður í Evrópu, Mark Rutte, fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, tekur við starfi Jens Stoltenberg sem aðalritari Nató.

Mark Rutte sem er 57 ára gamall var sigurstranglegastur í embættið eftir að forseti Rúmeníu, Klaus Iohannis dró framboð sitt til baka að sögn Reuters.

Öll 32 aðildarríkin hafa samþykkt Rutte sem aðalritara. Rutte hætti forsætisráðherrastörfum í fyrrasumar eftir að samsteypustjórn hans féll. Ríkisstjórn Hollands réðst á bændur og þvingaði marga til að hætta landbúnaðarstörfum og selja jarðir sínar nauðungarsölu til ríkisins. Bændur stofnuðu eigin stjórnmálaflokk og Rutte missti vinnuna.

Stoltenberg sem hefur verið aðalritari Nató í 10 ár lýsir Rutte sem „sönnum atlantshafssinna.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa