Sádí–Arabía hvetur meðborgara sína að yfirgefa Líbanon

Sendiráð Sádi-Arabíu í Líbanon ráðleggur engum borgurum að ferðast til Líbanon og þeim sem þegar eru þar er ráðlagt að koma sér tafarlaust í burtu. Vísað er til þróunarinnar í landinu.

Samkvæmt Issam Sharaf al-Din, flóttamannaráðherra Líbanons, þá er „stríð að brjótast út en að spennan sé takmörkuð við Suður-Líbanon.“

Hann segir að Sádi-Arabía biðji landsmenn sína að koma heim í nokkurs konar fyrirbyggjandi aðgerð „af ótta við hefndaraðgerðir frekar en ótta við sprengjuárásir eða allsherjar stríð.“ Áður hafa Þýskaland, Holland, Austurríki og Kúveit hvatt alla landsmenn að yfirgefa Líbanon.

Að sögn al-Din er það fyrst og fremst á ábyrgð Ísraelsmanna að stöðva átök á milli Hizbollah og Ísraels:

„(Hizbollah) setti skilyrði til að stöðva stríðið í Suður-Líbanon: Að Ísrael hætti árásum á Gaza. Málið er ekki bundið okkur sem líbönskum stjórnvöldum heldur deiluaðilum sem er aðallega Ísrael sem heldur stríðinu áfram.“

Hersveitir sjía-múslima hafa síðan 7. október á síðasta ári gert loftárásir á Ísrael með mjög miklum fjölda flugskeyta og eldflauga til stuðnings Palestínumönnum og Hamas. Ísraelar hafa svarað með þúsundum eigin árásum. Ætlað er að hundruð þúsunda Líbana og Ísraela hafi neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna stöðugra sprengjuárása.

Ísrael og Bandaríkin ásaka Hizbollah stöðugt um að framkvæma árásir sínar fyrir hönd Írans og margir hafa áhyggjur af því, að stríð í Líbanon gæti mjög fljótt leitt til stærri svæðisbundinna átaka.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa