Sænska ríkisstjórnin segir loftslagsbreytingar vera „tilvistarógn við mannkyn“

Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar og Pål Jonsson, landvarnarráðherra Svíþjóðar vilja ekki vera minni hræðslupúkar en aðrir glóbalistar.

Sænska ríkisstjórnin hefur tekið fram „Þjóðaröryggisáætlun“ fyrir Svíþjóð (sjá pdf að neðan). Í henni er fullyrt að Rússland sé stærsta ógn Svíþjóðar fram til ársins 2030. Fullyrt er að loftslagsbreytingar séu svo alvarlegar, að þær „ógna tilvist mannkyns.“ Að sögn Pål Jonson, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, þá er Úkraína „fyrsta framvarðarlínan til verndar frelsi okkar.“

Stjórnmálamenn nútímans liggja andvaka yfir útfærslu hræðsluáróðurs til landsmanna sinna. Þegar sósíalistinn Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, varð uppiskroppa með orð eins og „hraðbraut til helvítis,“ „vítislogar“ og „mannkynið mun stikna,“ þá tóku undirsátarnir við og spinna lygavefinn áfram með orðum eins og „alvarleg og versnandi ógn,“ „tilvistarógn“ og tengja öll hugsanleg orð við orðið ógn til að mála skrattann á vegginn.

Loftslagið notað sem „tilvistarógn mannkyns“

Sænskir stjórnmálamenn sem vilja vera duglegastir í bekknum í von um klapp á kollinn frá Klaus Schwab, Guterres og George Soros, mála núna upp mynd af Svíþjóð sem landi föstu í gildru hamfarahlýnunar og hins hræðilega Pútíns.

„Loftslagsbreytingar hafa þegar afleiðingar fyrir þjóðaröryggi okkar í dag. Hærra hitastig, hækkun sjávarborðs og tíðari og öfgafyllri veðuratburðir ógna byggingum, innviðum, náttúrufari og lífi og heilsu fólks… Til lengri tíma litið eru loftslagsbreytingar tilvistarógn fyrir mannkynið.“

Nýr „öryggispólitískur veruleiki“

Sænska ríkisstjórnin setur fram þá kenningu, að núna sé kominn „nýr öryggispólitískur veruleiki.“ Í öryggisáætluninni má lesa eftirfarandi:

„Ríkisstjórnin metur það svo, að alvarlegt öryggisástand í dag verði viðvarandi um ókomna tíð og að hætta sé á, að það versni enn frekar. Rússar eru alvarlegustu ógnin við þjóðaröryggi okkar fram að 2030. Ekki er hægt að útiloka vopnaða árás á Svíþjóð eða bandamenn okkar.“

Enn fremur er því haldið fram að „Rússlandi sé alvarleg ógn við öryggi allrar Evrópu.“ Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði á blaðamannafundi í gær:

„Stríðið í Úkraínu er bókstaflega að umrita landakortið. Það hefur áhrif á allt öryggi Svíþjóðar. Tíminn er naumur.“

Pål Jonson varnarmálaráðherra sagði:

„Við metum hið alvarlega öryggisástand þannig, að það verði viðvarandi í lengri tíma. Rússland er stærsta og alvarlegasta ógnin við þjóðaröryggi okkar. Ekki er heldur hægt að útiloka vopnaða árás á Svíþjóð eða bandamenn okkar.“

Að sögn varnarmálaráðherrans eru „valdstjórnarríki“ að reyna að efla áhrif sín „ögra reglubundinni heimsskipun“:

„Með því að styðja Úkraínu erum við samtímis að fjárfesta í okkar eigin öryggi, því Úkraína er fyrsta framvarðarlínan til verndar frelsi okkar.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa