Sænski listamaðurinn Dan Park braut gegn nýjum kóranlögum í Danmörku

Eins og sænski listamaðurinn Dan Park hafði lofað, þá ögraði þegar í stað nýjum lögum sem banna vanhelgun Kóransins í Danmörku. Núna rannsakar danska lögreglan listamanninn.

Þann 14. desember tóku hin umdeildu dönsku Kóranlög gildi, sem banna „óviðeigandi meðferð“ á Kóraninum og ákveðnum öðrum trúarritum.

Sænski listamaðurinn Dan Park var búinn að lofa því fyrir fram, að hann myndi þegar í stað brjóta lögin sem og hann gerði.

Götulistamaðurinn var í Kaupmannahöfn 14. desember og „krossfesti“ Kóraninn á tré. Undir Kóraninum setti hann eldspýtur og skilti með skilaboðunum „kveiktu bara í þessu.“

Park hefur verið boðaður í yfirheyrslu hjá dönsku lögreglunni næsta mánudag. Dan Park skrifar í athugasemd á X (sjá að neðan):

„Það er enginn óþarfi að mótmæla takmörkun Danmerkur á tjáningarfrelsinu í því skyni að friðþægja íslamista. Þvert á móti. Það er skylda.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa