Sænskir glæpahópar eru stærsta ógnin í Norður Noregi

Glæpasamtök frá Svíþjóð skapa þvílíka skelfingu í Norður-Noregi, að norska lögreglan telur þau vera helstu ógn á öllu svæðinu. Yngve Myrvoll, fulltrúi lögreglunnar, sagði á blaðamannafundi:

„Við teljum sænska glæpahópa vera mestu glæpaógnina í lögregluumdæmi Troms. Við sjáum umfangsmikil viðskipti með fíkniefni og einnig fjármálasvindl, þar sem mikið er af peningum.“

Töluvert er um, að ungt fólk í Noregi hefur verið ráðið í „sænsku“ klíkurnar og lögreglan mun leggja mikla áherslu á að koma í veg fyrir slíkar ráðningar. Myrvoll segir:

„Við höfum dæmi um ungt fólk á staðnum sem hefur stigið skrefið frá glæpastarfsemi ungmenna yfir í að vera í miklum tengslum við miðlæga aðila í sænsku glæpasamtökunum.“

Það er umfram allt „Foxtrot“ og „Gottsunda“ klíkurnar, sem báðar hafa aðsetur í Uppsölum, sem hafa haslað sér völl í Norður-Noregi og sýslunni Troms með aðeins 170.000 íbúa.

Vilja stöðva glæpahópana

Á vordögum voru átta manns handteknir og lögreglan lagði hald á fíkniefni, reiðufé og skotvopn. Myrwoll heldur áfram:

„Mikið magn af reiðufé er flutt frá Troms til Svíþjóðar og Óslóar. Í hina áttina eru fíkniefni flutt yfir landamærin. Metnaður okkar er að stöðva klíkurnar í Tromssýslu. Við viljum koma í veg fyrir að verið sé að ráða ungt fólk, það er mjög mikilvægt. Við verðum að halda áfram að tryggja, að fólk í Troms sé öruggt, það er meginmarkmiðið.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa