Sænskir glæpahópar reka heilsugæslustöðvar

Yfirvöld sem vinna að fjármálaglæpum senda núna frá sér aðvörunarmerki um ógnvænlega þróun glæpahópanna í Svíþjóð. Að sögn stofnunarinnar hafa glæpasamtök haslað sér völl innan heilbrigðiskerfisins og hafið rekstur heilsugæslustöðva og bólusetningarstofnana. Yfirvöld vilja sjá skjótar aðgerðir til að stöðva hina ískyggilegu og neikvæðu þróun.

Sara Persson, sérfræðingur í fyrirbyggjandi aðgerðum hjá yfirvöldum sem rannsaka fjármálaglæpi, segir við sænska útvarpið Ekot:

„Það er mjög mikilvægt að við fáum ekki þetta fólk inn í heilbrigðiskerfið.“

Stærri hluti teknanna kemur frá velferðarglæpum

Sögulega séð hefur verslun með fíkniefni og eiturlyf verið stærsta tekjulind glæpahópanna. Nú kemur sífellt stærri hluti „teknanna“ frá velferðarglæpum og svikum. Sænska heilbrigðisþjónustan er ein af þeim atvinnugreinum sem hafa vakið áhuga glæpahópanna:

„Við erum að tala um að þeir séu fjölglæpamenn. Þeir taka þátt í mörgum mismunandi tegundum glæpa. Þeir stunda fíkniefnaglæpi, svik gegn einstaklingum og fyrirtækjum og fjármálaglæpi í fyrirtækjum. Fyrirtækin eru að verða sífellt mikilvægara tæki fyrir fólk í skipulagðri glæpastarfsemi.“

Sú staðreynd, að engar þjóðskrár eru almennt til staðar og þar með möguleiki á að sjá mynstur sem nær út fyrir hin tilteknu kerfi gerir það að verkum, að erfitt er að greina glæpastarfsemi, að því er segir.

Heilbrigðisþjónustan: ný gullgæs glæpahópanna

Sameiginleg skýrsla frá yfirvöldum í ár (sjá pdf að neðan), meðal annars frá lögreglunni, skattinum, öryggislögreglunni og Vinnumálastofnun lýsir afar alvarlegri þróun. Tekið er fram, að fjármálaglæpir breiðist sífellt út meðal skipulagðra glæpamanna og þar er heilbrigðisþjónustan nýjasta gullgæsin. Sara segir:

„Ef ríkið hefur hingað til verið helsta skotmarkið, þá er núna einnig ráðist á velferðargreiðslur sveitarfélaganna og léna, til dæmis til heilsugæslustöðva, HVB-heimila (sem og) verndaðra gistirýma og fjölskylduheimila. Það er hætta á því, þegar hægt er að koma á fót ýmiss konar starfsemi, án þess að þurfa að sækja um leyfi. Margar áskoranir hafa sýnt sig í starfinu gegn ósvífnum aðilum sem snúa að velferðarglæpum gegn svæðum.“

Fá greitt fyrir ráðgjafastarfsemi til að sinna fylgdarlausum börnum

Stokkhólmssvæðið og Västra Götaland eru tvö af þeim svæðum, þar sem tengsl við skipulagða glæpastarfsemi í formi til dæmis heilbrigðisþjónustuaðila kemur í ljós. Talið er líklegt, að vandamálin finnist einnig í öðrum landshlutum. Sara segir:

„Við sjáum merki um, að þeir séu að ryðja sér til rúms í heilbrigðisþjónustunni, reka heilsugæslustöðvar og bólusetningarstofur. Hér er það afgerandi, að við fáum ekki þetta fólk inn í heilbrigðiskerfið.“

Hún tekur sem dæmi réttarfar gegn virkum glæpamönnum sem hafa ekki aðeins verið kærðir fyrir til dæmis fíkniefnasmygl heldur einnig fyrir skattaglæpi innan fyrirtækja. Þeir hafa meðal annars stundað „ráðgjafastarfsemi“ með fé sem greitt hefur verið frá sveitarfélögum til að sinna „fylgdarlausum börnum.“

Gunnar Strömmer, dómsmálaráðherra og Elisabeth Svantesson,fjármálaráðherra, tilkynntu fyrr í vikunni, að ríkisstjórnin væri að „efla starfið til að stöðva peningaflæði glæpahópanna.“ Rannsókn á styrkjum í september á þessu ári leiddi í ljós að um 14,6 milljarðar sænskra króna eru ranglega greiddir út í styrki á hverju ári. Skipulögð glæpastarfsemi er sögð standa að baki verulegum hluta þessa fjármagns.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa