Sænsku smáfyrirtækin greiða hæstu atvinnurekendagjöld í ESB

Samtök sænskra smáfyrirtækja hafa tekið saman skýrslu (sjá pdf að neðan) þar sem fram kemur, að meðlimirnir greiða 185 milljarða sænskra króna (= 2.433 milljarðar ísl. kr.) meira í atvinnurekendagjöld en sambærileg fyrirtæki í öðrum ríkjum ESB.

Í flestum atvinnugreinum greiða sænsk fyrirtæki umtalsvert meira til ríkisins í atvinnurekendagjöld en fyrirtæki í öllum öðrum ríkjum ESB. Smáfyrirtækjasamtökin benda á að gjöldin hamli samkeppnishæfni fyrirtækjanna á sameiginlegum markaði sem telja verður óeðlilegt.

Á myndinni að neðan eru atvinnurekendagjöld sænskra smáfyrirtækja í ýmsum atvinnugreinum borin saman við meðaltal smáfyrirtækja í 27 ESB-löndum sem sést á ljósbláu stöplunum.

Smáfyrirtækjasamtökin segja að lækkun atvinnurekendagjalda í Svíþjóð myndi skapa sanngjarnari samkeppnisgrundvöll útflutningsfyrirtækja í Svíþjóð, sem selja á Evrópumarkaði og auk þess styrkja fjárhag fyrirtækjanna, örva frumkvöðulsstarf og skapa ný störf.

Lesa má skýrsluna á sænsku hér að neðan:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa