Sérsveitin send á heimili George Soros

Aðsetur George Soros (á innfelldri mynd) í South Hampton. (Skjáskot Virtual Globetrotting/Soros mynd Wikipedia/ Niccolò Caranti).

Aðgerðasinninn og milljarðamæringurinn George Soros er alræmdur fyrir ýmis konar störf og aðgerðir til þess meðal annars að grafa undan réttarkerfinu í Bandaríkjunum. Það voru því margir sem fögnuðu því, þegar sérsveitin var send á heimili hans daginn fyrir gamlársdag og bjuggust við að hann yrði handtekinn.

Á laugardaginn sendi lögreglan sérsveit sína að heimili fjármálafurstans George Soros í South Hampton í Bandaríkjunum. Það var þó ekki til að handtaka hann heldur vegna þess, að einhver hafði hringt í lögregluna og tilkynnt morð á staðnum, segir í frétt New York Post.

Sá sem hringdi í lögregluna sagðist hafa skotið eiginkonu sína og hótaði að skjóta sjálfan sig á heimilisfanginu, þar sem Soros hefur aðsetur. Það varð til þess að lögreglan sendi út sérsveitina á staðinn. Þegar vopnaðir sérsveitarmenn komu á staðinn mættu þeir undrandi öryggisstarfsmönnum á meðan þeir gengu úr skugga að allt væri í lagi. Engin hætta var á ferðum og símhringingin því augljóst gabb.

„Swatting“

Gabbið sem Soros varð fyrir er kallað „swatting.“ Það þýðir að einstaklingur hringir í lögregluna og heldur því fram að gíslataka geti verið í gangi eða að einhver sé vopnaður og geti framið alvarlega glæpi. Lögreglan sendir þá sérsveitina á vettvang. Sérsveitin kallast SWAT (Special Weapons and Tactics) í Bandaríkjunum, þar af leiðandi orðið „swatting.“

Það er ekki hættulaust að „svatta“ einhvern. Það getur fengið banvænar afleiðingar. Sérsveitirnar grípa inn í ástand sem varðar líf og dauða, þar sem þær gætu þurft að skjóta fyrst og spyrja síðar. Árið 2017 var 28 ára gamall maður myrtur eftir að hafa verið „svattaður.“ Þetta er því talinn glæpur sem getur leitt til fangelsis í verulegan tíma.

Hvort sá sem hringdi óskaði sér að Soros yrði drepinn er ekki vitað. Ekki kemur heldur fram, hvort Soros hafi verið heima, þegar sérsveitin bankaði á dyrnar. Margir eru háðskir í athugasemdafærslum á samfélagsmiðlum. Flestir óska sér að Soros verði handtekinn fyrir störf sín að grafa undan bandaríska réttarfarskerfinu.

Virðist vera í tísku um þessar mundir

Soros er ekki sá eini sem hefur verið „svattaður“ að undanförnu. Á föstudaginn fóru sérsveitirnar til forsætisráðherra Maine, Shenna Bellows, að sögn Fox News. Bellows varð nýlega alræmd fyrir að banna að Donald Trump fengi að vera í forsetaframboði í ríkinu Main, sem er annað ríkið á eftir Colorado sem bannar forsetaframboð Trumps. Þá voru repúblíkönsku þingmennirnir Marjorie Taylor Greene og Brandon Williams einnig „svöttuð“ á jóladag.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa