Sameinuðu þjóðirnar eru í stríði gegn „samsæriskenningum og falsupplýsingum og hyggjast skapa traust Internet.“ (Mynd The Epoch Times).
Hin öfluga stofnun Sameinuðu þjóðanna hefur upplýst um áætlun að stjórna samfélagsmiðlum og samskiptum á netinu í þeim tilgangi að draga úr „röngum upplýsingum og samsæriskenningum.“ Hefur áætlun SÞ vakið mikla gagnrýni meðal talsmanna frelsis og fremstu þingmanna í Bandaríkjunum sem vara við háskalegri þróun. Hér birtist síðari hluti greinarinnar um ritskoðunarmarkmið SÞ. Fyrri hlutann má lesa hér.
Með vísan til könnunar sem UNESCO lét gera, þá fullyrðir þessi stofnun Sameinuðu þjóðanna einnig, að flestir um allan heim styðji dagskrá SÞ. Samkvæmt UNESCO voru skýrslan og leiðbeiningarnar þróaðar í gegnum samráðsferli sem innihélt meira en 1.500 innsendingar og meira en 10.000 athugasemdir frá „hagsmunaaðilum“ eins og stjórnvöldum, fyrirtækjum og félagasamtökum. UNESCO sagðist ætla að vinna með stjórnvöldum og fyrirtækjum að því að innleiða ritskoðunarregluverkið um allan heim.
Verið að semja lög um ritskoðun Internetsins út um allan heim
„UNESCO er … ekki (sic) að leggja til að reglur verði settar um stafrænan vettvang,“ sagði talsmaður UNESCO við The Epoch Times. Hann óskaði eftir nafnleynd.
„Við erum hins vegar meðvituð um, að tugir ríkisstjórna um allan heim eru nú þegar að semja löggjöf til að gera þetta, sem sumar hverjar eru ekki í samræmi við alþjóðlega mannréttindastaðla og geta jafnvel stofnað tjáningarfrelsinu í hættu. Á sama hátt taka samfélagsmiðlarnir sjálfir bæði sjálfvirkt og af starfsfólki þegar milljónir ákvarðanir daglega, sem grundvallast á eigin stefnu með tilliti til stjórnunar efnis.“
ESB dælir peningum í nýja stafræna eftirlitskerfið
Evrópusambandið, sem hefur þegar miklar takmarkanir á tjáningarfrelsi á netinu, hefur þegar veitt fjármagn til að innleiða stafræna stjórnunarkerfið út um allan heim, segir UNESCO. Stjórn Biden segist ekki hafa tekið þátt í að búa til áætlunina. Utanríkisráðuneytið segir í tölvubréfi til The Epoch Times: „Við bíðum með athugasemdir þar til við höfum lokið við að kynna okkur áætlunina vandlega.“
Vaxandi áhyggjur af málfrelsinu
Eftir því sem vitundin um áætlun UNESCO breiðist út, þá aukast áhyggjur af málfrelsi og tjáningarfrelsi á netinu. Sarah McLaughlin, eldri ráðgjafi Stofnunar um réttindi einstaklinga og tjáningarfrelsi „Foundation for Individual Rights and Expression“ FIRE, sendir frá sér aðvörun í viðtali við The Epoch Times:
„FIRE metur að ný aðgerðaáætlun UNESCO fyrir samfélagsmiðla viðurkenni gildi gagnsæis og nauðsyn þess að vernda tjáningarfrelsið. Við höfum hins vegar miklar áhyggjur af viðleitni til að stjórna „falsupplýsingum“ og „hatursorðræðu“ á netinu.“
Þvinganir á samfélagsmiðlum hafa einnig áhrif á þau lönd sem ekki koma á slíkum reglum
„Eins og við höfum séð undanfarnar vikur, þá hefur til dæmis framfylgd laga ESB um stafræna þjónustu skapað enn meiri óvissu um stjórnun samfélagsmiðla og möguleika notenda að tala frjálslega á netinu. Staðbundnar lagalegar takmarkanir og viðmið geta að lokum haft áhrif á hvernig samfélagsmiðlarnir starfa á heimsvísu.“
„Þegar lönd um allan heim setja upp reglur um orðræðu á Internetinu, þá verður sífellt líklegra að slíkar þvinganir muni hafa áhrif á notendur – þar á meðal Bandaríkjamenn – utan þeirra ríkja sem framfylgja slíkum reglum.“
Fjölmörg dómsmál um hatursumræðu í gangi í Evrópu
Reyndar hafa reglur um „hatursorðræðu“ verið notaðar í auknum mæli í allri Evrópu til að þagga niður umræðu um málefni eins og hjónabönd, innflytjendamál, kynhneigð og trúarbrögð. Þar að auki verða þeir lögsóttir sem brjóta lögin.
Nýlega vann Dr. Paivi Rasanen, þingmaður á finnska þinginu og fyrrverandi innanríkisráðherra, áralöng málaferli eftir að hafa verið kærður fyrir „hatursorðræðu“ vegna stuðning sinn á netinu við skilning Biblíunnar á samkynhneigð og hjónabandi. Í Póllandi eiga nokkrir þingmenn ESB-þingsins yfir höfði sér ákæru fyrir „hatursorðræðu“ eftir að hafa deilt pólitískum auglýsingum sem vara við hugsanlegum áhrifum vegna fjöldainnflutnings íslamskra innflytjenda til Evrópu.
„Um alla Evrópu hafa reglur um hatursorðræðu verið notaðar í auknum mæli – ekki aðeins til að þagga niður umræðu um málefni eins og hjónabönd, innflytjendamál, kynhneigð og trúarbrögð, heldur einnig til að lögsækja þá sem brjóta lögin.“
Sovét sagði gagnrýni á kommúnismann vera „hatursumræðu“
Jacob Mchangama útskýrði í grein fyrir Hoover Stanford háskólann árið 2011, að það væri jafnvel meira áhyggjuefni fyrir gagnrýnendur, að hugtakið „hatursorðræða“ var fyrst kynnt hjá Sameinuðu þjóðunum af Sovétríkjunum, sem lýstu umræðu í andstöðu við kommúnismann sem „hatursorðræðu.“
Patrick Wood, stofnandi og stjórnarformaður Borgarar fyrir málfrelsi „Citizens for Free Speech“ varar við því, að áætlun UNESCO verði vissulega notuð til að þagga niður í gagnrýnendum stofnunarinnar. Hann segir í viðtali við The Epoch Times:
„Þegar UNESCO leggur fram staðhæfingar eins og: Niðurstaða umfangsmikils samráðs um allan heim er studd af alþjóðlegri skoðanakönnun, þá er búið að bjarga málunum. Í þessu tilviki mun það leiða til flóðs af alþjóðlegum áætlunum um að ritskoða efni sem telst andstætt dagskrá INESCO.“
Enginn hjá Electronic Frontier stofnuninni, sem segjast vera „leiðandi félagasamtök sem verja málfrelsið“ og eru styrkt af George Soros, hafði neinn sem vildi tjá sig um áætlun UNESCO. Áhyggjur af viðhorfi Sameinuðu þjóðanna til tjáningarfrelsis eru ekki nýjar af nálinni og hafa aukist á undanförnum árum – sérstaklega þar sem svo mörg aðildarríki þeirra með sitt fólk í forystu Sameinuðu þjóðanna eru þekkt fyrir að bæla niður andóf í heimalandinu. Áætlun UNESCO kemur einnig eftir að stofnunin kynnti áætlun á síðasta ári til að berjast gegn „samsæriskenningum“ og „falsupplýsingum.“ Samkvæmt stofnuninni geta „samsæriskenningar minnkað traust á opinberum stofnunum“ og valdið vandamálum sem dregur úr löngun fólks til að „minnka eigið kolefnisfótspor.“
Sameinuðu þjóðirnar „eiga vísindin“
Dæmi um „samsæriskenningar“ sem vitnað var í í skýrslu síðasta árs eru allt frá útbreiddum viðhorfum eins og „afneitun loftslagsbreytinga“ og áhyggjur af „meðhöndlun alríkiskosninga“ í Bandaríkjunum til langsóttari jaðarhugmynda eins og að „Jörðin er flöt“ eða „Michelle Obama er í rauninni eðla.“
Melissa Fleming, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í alþjóðlegum samskiptum, talaði á síðasta ári á viðburði hjá World Economic Forum og hrósaði sér af því, að SÞ hefði „hafið samstarf við Google til að kynna efni SÞ og bæla niður efni sem stangast á við stefnu SÞ í leitarniðurstöðum.“ Hún sagði:
„Við eigum vísindin. Við teljum að heimurinn ætti að vita það.“
Í hlaðvarpi frá World Economic Forum í október 2020 um „að leita að lausn á upplýsingavandanum“ hrósaði fröken Fleming sér af því að hafa fengið meira en 100.000 sjálfboðaliða til að magna skoðanir Sameinuðu þjóðanna á meðan aðrar skoðanir voru kallaðar „falsupplýsingar.“
Opinberunin kom eftir margra ára tilraunir Sameinuðu þjóðanna og stjórnvalda til að bæla niður það sem alþjóðasamtökin lýsa sem öfgum, falsupplýsingum ásamt mörgu öðru á netinu. Árið 2016 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna „ramma“ til að berjast gegn „öfgastefnu“ á netinu í kjölfar áætlunar árið á undan sem hét því að berjast gegn „hugmyndafræði“ sem sagt var að gæti leitt til ofbeldis. Þar var ekki verið að tala um kommúnismann.
UNESCO ver áætlunina
Talsmaður UNESCO varði nýju áætlunina og lýsti henni sem viðleitni til að vernda tjáningarfrelsi frekar í stað áætlunar um að takmarka málfrelsið. Talsmaðurinn sagði:
„Vernd tjáningarfrelsis hefur verið kjarninn í öllum frumkvæði UNESCO til að stuðla að besta verklagi í samskiptum í áratugi. Þessi regla hefur verið undirstaða nálgunar okkar við leiðbeiningarnar frá upphafi.“
Hann benti einnig á þann hluta leiðbeininganna sem krefst þess að farið sé eftir „löglega réttmætu ferli“ þegar fjallað er um „hatursorðræðu.“
„Þeir leggja sérstaka áherslu á þörfina fyrir gagnsæi sem og kerfisbundna mannréttindakönnun og mat á áhrifum svo og ábyrgð gagnvart notendum. Það er líka skýrt tekið fram að skoða eigi leiðbeiningarnar í heild sinni, frekar en að velja einstakan hluta.“
Talsmaðurinn hélt því fram að leiðbeiningarnar muni í raun „auka“ tjáningarfrelsið. Stofnunin gaf ekki upp tímasetningu fyrir framkvæmdinni en fleiri fundir voru á dagskrá fyrir leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna í New York í september 2024.“