Snjallsprengja Wallenbergs send í leyni til Úkraínu

GLSDB-Snjallsprengja Saab hefur verið afhent í leyni til Úkraínu sem hluti af bandarískum hjálparpakka. Frá þessu greinir Dagens Industri.

Hin efnahagslega hagkvæma snjallsprengja „Ground-Launched Small Diameter Bomb“ frá frá Saab hefur lítið þvermál og dregur yfir 150 kílómetra með mikilli nákvæmni. Sprengjan hefur verið send í leyni til Úkraínu sem hluti af 2,2 milljarða dollara hjálparpakka frá Bandaríkjunum.

Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur staðfest að sænska GLSDB-sprengjan sé hluti af hjálparpakkanum. Þrátt fyrir að tímasetning sendinganna hafi ekki verið gerður opinber sögðu bandarískir varnarmálafulltrúar við Politico, að sprengjan væri þegar komin í notkun. Embættismaður segir:

„Það mun gefa þeim sóknargetu sem þeir höfðu ekki áður.“

Sprengjan, sem er rúmlega 113 kíló að þyngd og var þróuð af Saab og Boeing, er sögð hafa 150 kílómetra nákvæmni á stærð við bíldekk. Saab vill ekki tjá sig um sendingarnar til Úkraínu en lýsir getu GLSDB-snjallsprengjunnar almennt fyrir DI. Mats-Olof Rydberg, sölustjóri hjá Missile Systems á Dynamics viðskiptadeild Saab, segir við DI.

„Stærsti kostur sprengjunnar er hagkvæmt jafnvægi verðs og afkasta. Venjulegt eldflaugaskotaliðskerfi skýtur venjulega í skothríð. Hins vegar er hægt að mata hverja einstaka GLSDB með eigin skotmarki. Það gefur tækifæri til að skjóta á mismunandi skotmörk með mörgum sprengjum á sama tíma og einnig frá mismunandi áttum.“

Úkraína er fyrsta landið til að nota GLSDB snjallsprengjur í bardaga og hægt verður að nota reynsluna þaðan til að selja sprengjuna til annarra landa sem fjárfesta í langdrægum vopnum, að sögn Politico.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa