Sögulegur árangur Nigel Farage

Bretar undirbúa sig fyrir nýjar kosningar í sumar og einn stærsti áskorandi þeirra er fyrrum Brexit leiðtoginn Nigel Farage. Umbótaflokkur hans „Reform UK“ hefur stóraukið fylgið og gæti hæglega umskrifað kosningasöguna með nýjum veruleika í stjórnmálunum í Bretlandi. Kosningar til breska þingsins fara fram 4. júlí n.k. Í flestum könnunum er Verkamannaflokkurinn með mjög mikið forskot á Íhaldsflokknum „Tories“ sem er í ríkisstjórn.

Þann 4. júní, einum mánuði fyrir kosningarnar, varð það stórfrétt þegar Nigel Farage tilkynnti um framboð sitt í kosningunum. Hann gerðist leiðtogi fyrir Umbótaflokkinn „Reform UK“ og er í framboði til breska þingsins. Umbótaflokkurinn er fullveldissinnaður flokkur sem vill gefa Bretum möguleika á að kjósa raunverulegan íhaldsflokk en mikið hefur gengið á innan Tories undanfarin ár vegna valdabaráttu um efstu stöður flokksins. Tilkynning Farage vakti mikla reiði hjá mörgum úr Íhaldsflokknum, því Umbótaflokkurinn mun sækja mörg atkvæði þaðan.

Sögulegar tölur

Könnun Yougov sýnir, að Umbótaflokkurinn hefur náð og farið fram úr Íhaldsflokknum í fyrsta sinn. Flokkurinn fær 19% á móti 18% hjá Íhaldsflokknum. Verkamannaflokkurinn er í yfirburðastöðu með 37% en samkvæmt Yougov hefur fylgið lækkað en flokkurinn mældist með 46% þann 30. maí. Á sama tímabili jókst fylgi Umbótaflokksins úr 15 % í 19%.

Þetta þýðir að Umbótaflokkurinn og Nigel Farage eru orðnir helstu áskorendur Verkamannaflokksins. Ef Verkamannaflokkurinn sigrar og tekst að mynda ríkisstjórn, þá mun Farage verða foringi stjórnarandstöðunnar á komandi kjörtímabili. Farage sagði á myndskeiði (sjá að neðan) á X:

„Þetta er viðsnúningurinn. Atkvæði á Íhaldsflokkinn er ónýtt atkvæði. Það erum við sem erum áskorunin fyrir Verkamannaflokkinn.“

Vinsælasti stjórnmálamaðurinn

Farage hefur mikið persónulegt forskot á Rishi Sunak forsætisráðherra Íhaldsflokksins og Keir Starmer leiðtoga Verkamannaflokksins. Samkvæmt vinsældakönnun Yougov nýtur Farage meiri persónulegra vinsælda en bæði Starmer og Sunak. Farage nýtur 38% vinsælda samanborið við Starmer sem hefur 30% og Sunak með 20%.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa