Tvær fréttir frá Reuters sýna vaxandi aðskilnað íbúa Póllands t.d. bænda og vörubílstjóra og nýju glóbalista-esb elítunnar í Varsjá.
Eftir að Donald Tusk komst til valda og hóf ofsóknir á stjórnarandstæðingum, þá hafa allar mótsetningar skerpst í Póllandi. Tusk valtar yfir allar fyrri ákvarðanir ríkisstjórnarinnar, lokar fjölmiðlum stjórnarandstöðunnar og ætlar sér að keyra allan misheppnaðan ESB-pakkann í háls Pólverja. Er mikill urgur í landinu yfir offari Tusks og má búast við að pendúllinn slái fljótt og hratt enn lengra til hægri en áður. Tusk rífur upp dómsmál Póllands gegn lamandi loftslagsstefnu ESB. Núna lofa bændurnir, sem verða fyrir mestum skaða af hinum kolbrjáluðu grænu reglugerðunum, að fara í allsherjarverkfall og loka landamærunum við Úkraínu. Eru það hin goðsagnakennda verkalýðshreyfing Solidarity sem komin er aftur af stað.
Bændur loka landamærum Póllands og Úkraínu – allsherjarverkfall fram undan
Pólskir bændur frá verkalýðsfélaginu Samstöðu (Solidarity) skipuleggja allsherjarverkfall sem hefst næsta föstudag með lokun landamæra Póllands og Úkraínu.
Bændur í Frakklandi, Belgíu, Portúgal, Grikklandi og Þýskalandi hafa mótmælt þvingunum ESB í nafni loftslagsbreytinga, hækkandi kostnaðar og ósanngjarnrar samkeppni erlendis frá. Pólskir bændur hafa sérstaklega lyft fram áhrifum ódýrs matvælainnflutnings frá nágrannaríkinu Úkraínu. Burtséð frá hindrunum á landamærastöðvum við Úkraínu, ætlar Samstaða að loka vegum í Póllandi af og til í febrúar og mars. Verkalýðsfélagið sagði í yfirlýsingu á fimmtudag:
„Þolinmæði okkar er á þrotum. Afstaða Brussel á síðasta degi janúar 2024 er óviðunandi fyrir allan landbúnaðinn okkar. Að auki setur aðgerðaleysi pólskra yfirvalda… varðandi innflutning á landbúnaðarafurðum og matvælum frá Úkraínu okkur ekkert annað úrræði en að lýsa yfir allsherjarverkfalli“.
Stöðvar kærur Póllands varðandi loftslagsstefnu ESB
Í annarri frétt greinir Reuters-fréttastofan frá bakhlið myntarinnar: Aðskilnaðarstefnu Brussel og áætlanir þeirra sem án tillits til eigin íbúa á meginlandinu.
„Pólland ætlar ekki lengur að draga ESB fyrir dómstóla til að fá fjölmörgum aðgerðum vegna loftslagsbreytinga hnekkt og undirbýr afturköllun mála sem fyrri ríkisstjórn hafði höfðað, að því er heimildarmenn sem þekkja til málsins sögðu við Reuters.
Kærðu ESB fyrir að banna sölu bensín- og dísilbíla 2035
Eftir margra ára andspyrnu gegn stefnu Evrópusambandsins í loftslagsmálum, sem fyrri ríkisstjórn Póllands undir forystu flokksins Lög og réttvísa (PiS) leiddi, þá leggur ný ríkisstjórn ESB-sinnans Donald Tusks niður alla gagnrýni á Evrópusambandið og afturkallar allar fyrri ákærur Póllands gegn ESB til hæstaréttar ESB.
„Fyrri ríkisstjórn Póllands hafði höfðað mál fyrir hæstarétti ESB, þar á meðal fjögur mál á síðasta ári þar sem reynt var að ógilda loftslagsstefnu ESB: lög sem banna sölu á nýjum koltvísýringslosandi bílum frá 2035, stefnu ESB sem setur innlend markmið um að draga úr losun, breytingar á kolefnismarkaði og markmið um verndun skóga svo þeir geti geymt meira kolefni.“