Sprengjuárás á 10 hæða blokk í Stokkhólmi

Enn á ný skelfur jörðin og hristir íbúa og granna húsa sem ráðist er á með sprengjum. Aðfararnótt föstudag sprakk ein sprengja af öflugari gerðinni við anddyri 10 hæða blokkar í Sundbyberg, Stokkhólmi. Inngangur hússins eyðilagðist, rúður brotnuðu upp á fjórðu hæð og lyftan varð ónothæf. Í húsinu búa margir eldri sem komast ekki ferða án lyftunnar. Ekki er ljóst hversu margir verða fluttir í bráðabirgðahúsnæði og eldri íbúum á efri hæðum sem vilja búa áfram er boðin aðstoð með mat og vatn til heimilisins, þar til búið verður að laga skemmdirnar. Í augnablikinu virðist sænska ríkisstjórnin hafa meiri áhuga á að fara í stríði gegn Rússum en að berjast gegn innlendum glæpahópum.

Klukkan 02.14 fékk lögreglan símhringingar frá fólki um sprenginguna. Telja verður guðs mildi að enginn særðist en skemmdir urðu umfangsmiklar. Dynkurinn var svo mikill að heyrðist víða í Stokkhólmi. Enginn hefur verið handtekinn. Talið er að sprengjugerðarmaður sem tilheyrir Foxtrot glæpaklíkunni hafi verið skotmarkið en hann er skráður til heimilis í fjölbýlishúsinu að sögn sænska sjónvarpsins SVT. Glæpamaðurinn er í varðhaldi vegna morðs og því ekki heima, þegar sprengjan var sprengd. Talið er að dínamit hafi verið notað.

Skemmdir á annarri hæð

Íbúar og grannar lýstu gremju sinni yfir ástandinu í sænska sjónvarpinu. Guðrún 87 ára gömul vaknaði við sprengjuna. Hún hafði hugsað sér að búa í húsinu þar til hún færi í ferðalagið mikla til himins. Hún lýsir því hvernig hún sá að myndir héngu skakkar á veggjum og fór fram í stofu og sá þá að svalaglugginn var horfinn:

„Þá hugsaði ég bara Góði guð, ég fer inn og legg mig.“

Carin

Önnur kona Carin átti erfitt með að dylja reiði sína yfir ástandinu og svaraði þegar sjónvarpið spurði hvað hún hefði hugsað þegar sprengjan sprakk:

„Maður fyllist örvæntingu og reiði. Þetta er svo ónauðsynlegt. Það verða svo margir hræddir og þetta kostar svo mikla peninga. Þetta er ömurlegt.“

Carin býr ekki í húsinu en aftur á móti vinkona hennar sem er stödd erlendis. Hún hringdi í Carin og sagði að eitthvað hefði komið fyrir húsið svo Carin fór og sá að íbúð hennar hafði skemmst. Hún gat bara lýst tilfinningum sínum með orðinu:

„Djöfulsins!“

Skemmdir á þriðju og fjórðu hæð
Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa