Stefna ESB-elítunnar leiðir til dauða, eyðileggingar og fátæktar

Robert Fico forsætisráðherra Slóvakíu skrifar í færslu á Facebook,„stjórnmálamenn í Evrópu ættu að lyfta höfðinu upp úr sandinum og sjá hvað er í raun að gerast í Úkraínu, Gaza og heiminum.“ Að mati Fico hafa stjórnmálamennirnir sett sig sjálfa og taka íbúa Evrópu með sér í bratta rennibraut sem „leiðir beint til eyðileggingar.“

Evrópa hefur fengið nýjan hreinskilinn leiðtoga í Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu. Að sögn Fico eru stjórnmálamenn í Evrópu veruleikablindir og fylgja afskaplega hættulegri stefnu.

Brussel orðið að stjórnmálalegu og efnahagslegu eyðileggingarafli í Evrópu

Á göngum völundarhúss valdsins ríkir þöggunarmenning.

„Ef við getum ekki sagt sannleikann við borðið í Brussel, eins og til dæmis að refsiaðgerðirnar gegn Rússum hafi ekki virkað, að frekari eyðilegging Úkraínu og morð á Úkraínumönnum leiði ekkert, að ofstækisfull framkvæmd „Græna samningsins“ er að drepa hagkerfi okkar, að ekki er hægt að horfa fram hjá 20.000 fórnarlömbum á Gaza bara vegna þess, að Ísrael á í hlut, þá erum við komin á hála rennibraut sem er ekki aðeins stjórnmálalegt heldur einnig efnahagslegt eyðileggingarafl í Evrópu.“

Sækjumst ekki eftir hóli Vesturlanda

Robert Fico telur, að Evrópa sé orðin staður, þar sem umræður eru ekki lengur leyfðar:

„Ég ber virðingu fyrir hverjum stjórnmálamanni sem getur fullkomlega staðið fyrir hagsmunum eigin þjóðar. Í dag tilheyrir umræða í Evrópu undantekningunni frekar en reglunni. Orbán er undantekningin.“

„Eins og við lofuðum fyrir kosningarnar, þá munum við standa okkur í Brussel. Þar munum við ekki þegja og hvað Slóvakíu varðar, þá munum við tala skýrt, því það er okkar starf. Ekki til þess að fá persónulegt hól Vesturlanda heldur fyrir það sem skiptir máli fyrir Slóvakíu.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa