Stephen King hvetur Biden að stíga til hliðar

Hrollvekjukóngurinn Stephen King skorar á Joe Biden að draga sig úr forsetakosningunum (sjá X að neðan). Að sögn King verður Biden að draga framboð sitt til baka „því það er Bandaríkjunum fyrir bestu.“ King segir þetta í kjölfar þess, að Biden lýsti því yfir að hann hygðist ekki draga framboð sitt til baka.

Sífellt fleira þekkt fólk kemur fram og krefst þess að Joe Biden Bandaríkjaforseti dragi sig úr forsetakosningunum eftir hinar hörmulegu umræður við Donald Trump. Nú er sjálfum hrollvekjukónginum nóg boðið. Stephen King segir, að Biden hafi verið góður forseti en tími sé kominn til að forsetinn endurskoði framboðið. King skrifar á X:

„Joe Biden hefur verið góður forseti en það er kominn tími fyrir hann – og fyrir Bandaríkin sem hann elskar svo augljóslega – að tilkynna að hann muni ekki bjóða sig fram til endurkjörs.“

Margir gagnrýna King fyrir yfirlýsinguna og segjast vera svo vonsviknir að þeir muni hætta að fylgja honum. Elon Musk var ekki seinn að nota tækifærið til að grínast með King og skrifaði eftirfarandi á X:

„Jafnvel Stephen King kýs Trump!“

Biden sendi nýlega þingmönnum Demókrataflokksins bréf, þar sem hann kallaði eftir einingu innan flokksins og skrifaði, að klofningurinn í flokknum verði bara vatn á myllu Trumps. Margir þekktir framámenn Demókrataflokksins hafa opinberlega lýst yfir óánægju sinni með Biden og krefjast þess að flokkurinn hleypi öðrum að í stað hins elliæra Bidens.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa