Stjórnmálamenn fara í pílagrímsferðir til World Economic Forum

Alþjóðaefnahagsráðið – þar sem valdhafar og stjórnmálamenn fara í pílagrímsferð til árlegs fundar í Davos – eru mjög skelfileg samtök. Blaðamaðurinn Glenn Beck heldur því fram (sjá myndskeið að neðan).

Ron Paul, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og þingmaður Bandaríkjanna, fjallar meðal annars um glóbalistasamtökin World Economic Forum í nýlegu hlaðvarpi Glenn Becks. Sjálfur telur Glenn Beck WEF vera „raunverulega ógnvekjandi.“

Eins og tekið úr James Bond kvikmynd

Samtökin eru eins og tekin úr leikinni kvikmynd, segir hann.

„Þetta er hópur elítu. Allar samsæriskenningar… Þær verða næstum eins og skopstæling á sjálfum sér. Þeir hafa meira að segja leiðtoga með þýskan hreim. Sköllótt Bond-illmenni. Og þeir trúa því raunverulega, að þeir geti tekið yfir heiminn og tekið yfir eðli mannsins og skapað nýjan heim.“

Eyðilegging á sambandi læknis og sjúklings

Ron Paul vill að World Economic Forum hætti að vera til:

„Slíkar hreyfingar og öfl hafa síast inn í menntakerfið og í Covid kom í ljós að þeir tóku algerlega yfir læknastéttina. Læknar gátu misst vinnuna, ef þeir gengu gegn opinberu útgáfunni af Covid-sögunni. Síkt felur í sér eyðileggingu á sambandi læknis og sjúklings.“

En sumir „hafa vaknað“ heldur hann áfram. Að sögn þessa fyrrverandi stjórnmálamanns hinn svokallaði heimsfaraldur leitt til þess að sífellt fleiri eru farnir að skilja það sem er að gerast.

„Það lítur út fyrir að bandaríska þjóðin sé reiðubúin að standast gegn þessu. Hópar eins og WEF eru slæmar fréttir. Eina meðalið gegn slíku er að breiða út upplýsingar um, hvað raunverulegt frelsi er og þýðir.“

Sjá dagskrá:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa