Stórsigur gegn glóbalismanum í Hollandi – Frelsisflokkur Gert Wilders stærstur

Frelsisflokkur Geert Wilder, PVV, verður stærstur í hollensku þingkosningunum. Réttarheimspekingurinn Eva Vlaardingerbroek segir, að þetta sé „stærsti fingurinn sem hægt er að hugsa sér gegn eyðileggjandi glóbalistastefnu núverandi ríkisstjórnar.“

Frelsisflokkurinn PVV verður stærsti flokkur Hollands. Það liggur ljóst fyrir, þegar nær öll atkvæði hafa verið talin í hollensku þingkosningunum. Að sögn sænska sjónvarpsins SVT, verður flokkurinn „langstærstur.“

Stærsti stjórnmálaflokkurinn

Útlit er fyrir að Frelsisflokkurinn fái heil 23,5% atkvæða í kosningunum og 37 sæti á þingi, 20 fleiri en í síðustu kosningum. BBC skrifar í grein um kosningarnar, að sigurinn sem kemur eftir 25 ára veru flokksins á þingi landsins „hristi upp í hollenskum stjórnmálum og sendi áfallabylgju um alla Evrópu“.

Sendir kröftug skilaboð gegn stefnu glóbalismans

TT fullyrðir, að „mikill ótti ríki hjá múslímum í landinu.“ Þar er einnig sagt, að Holland hafi „vaknað til nýs veruleika.“ DN heldur því fram, að kosningaúrslitin

„sendi áfallabylgju meðal hefðbundinna flokka um alla Evrópu vegna þess sem gæti gerst í ESB-kosningunum á næsta ári.“

Ánægja á samfélagsmiðlum

Á samfélagsmiðlum tjá margir ánægju sína. Hollenski réttarheimspekingurinn Eva Vlaardingerbroek skrifar á X-inu (sjá að neðan):

„Þegar 94% atkvæða voru talin, þá var PVV ekki lengur með 35 heldur 37 þingmenn! Þetta hefur aldrei sést áður. 1 af hverjum 4 Hollendingum kaus svokallaðan „öfgahægri“ flokk. Sannkallaður stórsigur.“

Eva Vlaardingerbroek skrifar í öðru innleggi á X-inu:

„Hollenska þjóðin hefur talað. PVV var gert að athlægi og útilokað frá stjórnarmyndun árum saman – en núna er hann stærsti flokkurinn: hræðslupólitíkin hefur glatað kraftinum. Þetta er stærsti miðfingur sem hægt er að hugsa sér gegn eyðileggjandi alþjóðastefnu Rutte.“

Núna er spurningin, hvort Wilders takist að mynda ríkisstjórn. Wilders sagði í sigurræðu sinni samkvæmt DW News:

„Við munum sjá til þess, að Hollendingar verði aftur númer eitt! Fólkið verður að fá þjóð sína aftur!“

Heillaóskir frá hægri leiðtogum í Evrópu

Sænska Epoch Times greinir frá heillaóskum hægri leiðtoga í Evrópu til Gert Wilders og Frelsisflokksins. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, óskar Wilders til hamingju með færslu á X (sjá að neðan):

„Vindar breytinganna eru hér. Ungverska fyrirmyndin virkar! Margir í Vestur-Evrópu myndu gefa helminginn af lífum sínum fyrir að eignast land án ólöglegra innflytjenda aftur.“

Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, skrifar á X-inu:

„Hamingjuóskir til vinar okkar, Geert Wilders. Ný Evrópa er möguleg.“

Leiðtogi spænska hægriflokksins VOX, Santiago Abascal, skrifar einnig hamingjuóskir til hollenska stjórnmálamannsins og bætir við:

„Sífellt fleiri Evrópubúar krefjast þess á götum úti og við kjörkassann að lönd þeirra, landamæri og réttindi verði varin.“

Tom van Grieken hjá Vlaams Belang óskar Wilders einnig til hamingju með sigurinn. Hann skrifar á samfélagsmiðla:

„PVV er stærsti flokkurinn í Hollandi! Alls staðar í Evrópu sjáum við sömu hægri vindinn. Það er kominn tími á breytinga.“

Leiðtogi franska þjóðarmótsflokksins, Marie Le Pen, skrifar á X-inu (sjá að neðan), að hún óski Wilders og PVV til hamingju

„fyrir stórkostlegan árangur þeirra í þingkosningunum, sem staðfestir vaxandi hollustu við að verja þjóðleg auðkenni.“

Hér má sjá dæmi um fréttaflutning um sigur Frelsisflokksins og Gert Wilders í Hollandi:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa