Stórsigur Verkamannaflokksins – Versta útkoman í sögu Íhaldsflokksins

Verkamannaflokkurinn hefur borið stórsigur úr býtum í þingkosningunum í Bretlandi og leiðtogi þeirra, Keir Starmer, verður forsætisráðherra.

Þótt atkvæðin hafi ekki enn verið endanlega talin þá sýnir nokkuð áreiðanleg útgönguspá, að Verkamannaflokkurinn hafi bætt við sig 208 þingsætum og fái samtals 410 þingsæti. Er þetta næst mesti kosningasigur í sögu Verkamannaflokksins.

Samtímis fær Íhaldsflokkurinn verstu útreið í sögunni, tapar 234 þingsætum og fær aðeins 131 þingsæti.

Umbótaflokki Nigel Farage er spáð 13 þingsætum sem er ekki í hlutfalli við atkvæðamagnið vegna kjördæmareglna Bretlands. Í Bretlandi er er einungis einn þingmaður valinn í hverju kjördæmi og sá sem flest atkvæði fær nær kjöri og verður þingmaður kjördæmisins.

Íhaldsflokkurinn, sem áður átti leiðtoga eins og Maragret Thatcher og Winston Churchill, upplifir verstu kosningaúrslit í sögu flokksins. Mun það marka djúp spor innan flokksins.

Keir Starer reynir að gefa yfirbragð hófsams stjórnmálamanns en hann er talsmaður opinna landamæra, hárra skatta og pólitísks rétttrúnaðar. David Lammy sem líklega verður næsti utanríkisráðherra Bretlands hefur áður líkt Donald Trump við nasista Þýskalands og Ku Kux Klan.
Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa