Verkamannaflokkurinn hefur borið stórsigur úr býtum í þingkosningunum í Bretlandi og leiðtogi þeirra, Keir Starmer, verður forsætisráðherra.
Þótt atkvæðin hafi ekki enn verið endanlega talin þá sýnir nokkuð áreiðanleg útgönguspá, að Verkamannaflokkurinn hafi bætt við sig 208 þingsætum og fái samtals 410 þingsæti. Er þetta næst mesti kosningasigur í sögu Verkamannaflokksins.
Samtímis fær Íhaldsflokkurinn verstu útreið í sögunni, tapar 234 þingsætum og fær aðeins 131 þingsæti.
Umbótaflokki Nigel Farage er spáð 13 þingsætum sem er ekki í hlutfalli við atkvæðamagnið vegna kjördæmareglna Bretlands. Í Bretlandi er er einungis einn þingmaður valinn í hverju kjördæmi og sá sem flest atkvæði fær nær kjöri og verður þingmaður kjördæmisins.
Íhaldsflokkurinn, sem áður átti leiðtoga eins og Maragret Thatcher og Winston Churchill, upplifir verstu kosningaúrslit í sögu flokksins. Mun það marka djúp spor innan flokksins.