Svikin loforð sænsku ríkisstjórnarinnar – fækkar ekkert innflytjendum

Borgarlega ríkisstjórn Svíþjóðar hefur aldrei komið á þeirri „hugmyndafræðilegu breytingu“ að fækka innflytjendum til Svíþjóðar eins og Ulf Kristersson forsætisráðherra og Jimmie Åkesson formaður Svíþjóðardemókrata lofuðu þegar ríkisstjórnin var mynduð. Þetta sést skýrt í nýlegum tölum frá sænsku innflytjendastofnuninni, sem sýna að ríkisstjórnin hefur heimilað 47.700 ný dvalarleyfi eingöngu á fyrri hluta árs 2024.

Svo virðist sem að Jimmie Åkesson og Svíþjóðardemókratar styðji áframhaldandi innflytjendastefnu kratastjórnarinnar og þar áður ríkisstjórnar Fredrik Reinfeldt með um það bil 100.000 nýjum innflytjendum til Svíþjóðar árlega.

Að meðaltali veitti Reinfeldt 103.375 innflytjendum dvalarleyfi árlega í Svíþjóð. Á valdatíma hans fengu 827.000 innflytjendur dvalarleyfi. Metið var síðar slegið af Stefan Löfven (S) með 837.000 innflytjendur á tæpum átta árum hans við völd.

Fjöldainnflutningurinn er staðráðinn ásetningur

Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, kallaði þennan hömlulausa fólksinnflutning „íbúaskipti“ og „söguleg“ mistök. Ulf Kristersson forsætisráðherra lofaði að öllum hömlulausum fólksinnflutningi yrði hætt og hann myndi innleiða „hugmyndafræðilega stefnubreytingu“ varðandi fólksflutninga.

Ekkert bólar samt á stefnubreytingunni og að mikill innflutningur er greinilega viðvarandi verkefni staðráðins ásetnings og alls engin „söguleg“ mistök. Árið 2023 veitti Kristersson 102.139 dvalarleyfi og samkvæmt sænska innflytjendastofnuninni hafa 47.700 fengið dvalarleyfi á fyrri hluta ársins í ár. Að meðaltali 282 innflytjendur daglega alla daga valdatíma núverandi ríkisstjórnar.

Sænska ríkisstjórnin hefur hingað til veitt 180.000 innflytjendum dvalarleyfi frá 18. september 2022, sem þýðir innflæði 278 nýrra innflytjenda á hverjum einasta degi.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa