Svíþjóð samþykkir alræðiseftirlit ESB á Internet

Meirihluti sænska þingsins samþykkir „Chat control 2.0″ – ný fjöldaeftirlitslög Evrópusambandsins, þar sem yfirvöld fylgjast með öllu því, sem þú gerir á tölvunni og farsímanum.

Sænskir jafnaðarmenn, með Ylva Johansson í fararbroddi sem ESB-kommissjóner, settu upphaflega fram frumvarpið í maí 2022 og hafa staðið á bak við fyrirhuguð alræðiseftirlitslög allan tímann. Svíþjóðardemókratar og Miðflokkurinn eru einu flokkarnir á sænska þinginu sem setja sig gegn alræðiseftirliti á Svíum. Móderatar, Kristilegir demókratar, Vinstriflokkurinn og Græningjar hafa áður verið á móti lögunum en eftir að Belgía lagði fram breytt frumvarp í vor hafa flokkarnir fjórir nú skipt um skoðun.

Svíþjóðardemókratar og Miðflokkurinn þeir einu sem eru á móti

Á þriðjudaginn var belgíska frumvarpið tekið fyrir í dómsmálanefnd sænska þingsins. SD stjórnmálamaðurinn Pontus Andersson Garpvall, einn nefndarmanna, segir frá fundinum í viðtali við Samnytt:

„Svíþjóðardemókratar og Miðflokkurinn höfðu sérálit á afstöðu Belga…Aðrir flokkar voru sáttir við þessa málamiðlunartillögu sem er aðeins óljósari og að okkar mati of víðtæk. Vinstrimenn hafa áður verið gagnrýnir en aðeins Svíþjóðardemókratar og Miðflokkurinn gengum gegn tillögunni sem við teljum að gangi of langt.“

Njósnaforrit sett í öll stafræn tæki innan ESB

„Chat control 2.0″ eins og lögin kallast óformlega, fjallar um að sett verði sérstakt forrit í allar tölvur, farsíma og önnur raftæki sem notuð eru innan ESB. Tilgangurinn er að hafa fullkomið eftirlit með öllum samtölum, skrifuðu máli og myndskeiðum og myndum sem sendar eru á milli notenda.

Stjórnmálamenn ESB segja að slíkt eftirlit sé nauðsynlegt til að berjast gegn barnaklámi og finna barnaníðinga. Gagnrýnendur telja hins vegar, að fyrirhugaðar aðgerðir séu allt of víðtækar og hefti einstaklingsfrelsið.

Miklar áhyggjur eru af slíku njósnaforriti, þegar það fylgir tækjunum og gefur möguleika á eftirliti í öðrum tilgangi en að stöðva barnaklám. Til dæmis til að elta uppi og refsa gagnrýnendum stjórnarfarsins og finna uppljóstrara sem upplýsa blaðamenn um spillingu og óreglu.

Sumir gagnrýnendur telja að njósnaforrit ESB auðveldi óvinum til dæmis í Rússlandi, Kína eða Íran að brjótast inn og ræna dulkóðaðri gagnaumferð innan ESB.

Minnir á alræðislegt eftirlitskerfi Gestapo og Stasi

„Spjalleftirlitið“ er þegar til staðar innan ESB en er ekki skylda Internet fyrirtækja enn sem komið er. Meta sem á Facebook og Instagram sinnir slíku eftirliti með samþykki notenda sinna. Það nýja við „Chat Control 2.0“ er að fjöldaeftirlit verður lögbundin skylda.

Belgíska málamiðlunin setur það í hendur notenda, hvort þeir vilji láta fylgjast með sér eða ekki. Þeir sem ekki vilja láta fylgjast með sér geta þá heldur ekki sent myndir eða myndbönd til annarra notenda.

Evrópuráðið mun í dag taka afstöðu til Chat Control. Ríkisstjórnir Þýskalands, Hollands, Lúxemborgar, Austurríkis og Póllands segja nei. Andstaðan er mikil í Þýskalandi enda minnir frumvarpið Þjóðverja á grimmt og alræðislegt eftirlitskerfi Gestapo og Stasi.

Mikið veltur nú á því hvernig frönsk stjórnvöld bregðast við belgísku tillögunni. Í dag fáum við svarið.

Mótmæli í Stokkhólmi

Hundruð Stokkhólmsbúa mótmæltu samþykkt alræðiseftirlitslaganna s.l. laugardag eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa