Svíþjóðardemókratar mælast stærri en stjórnarflokkarnir samanlagt

Í októberkönnun um fylgi stjórnmálaflokkanna, sem sænska ríkisútvarpið lét gera, þá tapa Móderatar umtalsverðu fylgi á meðan Svíþjóðardemókratar bæta miklu við sig.

Samkvæmt könnuninni myndu aðeins 16,1% kjósa Móderatana ef kosningar væru í dag sem er 2,3% minna en í mánuðinum á undan.

Svíþjóðardemókratar bæta við sig 3% og mælast núna með 22%.

Bæði Kristilegir demókratar og Frjálslyndir ná ekki fjögurra prósenta markinu sem þarf til að komast á þing. Kristdemókratar eru að þessu sinni með 2,9% og Frjálslyndir fá bara 2,3% fylgi.

Í könnuninni eru því ríkisstjórnarflokkarnir þrír Móderatar M, Kristdemókratar KD og Frjálslyndir L samtals með 21,3% sem er 0,7% minna en Svíþjóðardemókratar fá.

  • Vinstriflokkurinn 8,1% (+0,5%)
  • Umhverfisflokkurinn 4,8% (-0,4%)
  • Sósíaldemókratar 37,9% (-0,7%)
  • Miðflokkurinn 4,1% (+0,1%)
  • Frjálslyndir 2,3% (-0,7%)
  • Móderatar 16,1% (-2,3%)
  • Kristdemókratar 2,9% (+0,3%)
  • Svíþjóðardemókratar 22,0% (+3,0%)
Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa