Svíum sem sækja handboltaleiki í Þýskalandi: Látið ekki sjást að þið eruð Svíar – veifið engum fánum

Í þessari viku hefst Evrópumeistarkeppnin í handbolta í Þýskalandi og eru Svíar beðnir um að klæðast hvorki landsliðstreyjum né veifa fánum.

Samtökin „Sænskir ​​handknattleiksáhugamenn“ hvetja stuðningsmenn til að fara varlega á meðan á meistaramótinu stendur. Tveir Svíar voru myrtir í hryðjuverki í Brussel í tengslum við landsliðsleik í knattspyrnu í fyrra.

Hryðjuverkamaðurinn í Brussel þekkti Svíana á landsliðsbolunum. Tony Sonebäck, stjórnarmaður Sænskra handknattleiksáhugamanna hefur sett skýrar reglur varðandi blágulan fatnað. Hann segir við TV4:

„Við hvetjum stuðningsmenn til að veifa ekki sænskum fánum eða treflum eða ganga um í sænskum landsliðsbol eða peysum í bænum.“

Hundruð Svía eru komnir til Þýskalands vegna handboltakeppninnar. Sonebäck segir við stuðningsmenn að bera einungis landsliðspeysur/boli í stúkunni á leikvangnum en ekki úti í bæ. Enn fremur eiga stuðningsmenn sænska landsliðsins að „halda sér til baka“ og ekki láta bera á sér í Þýskalandi.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa