Það lítur mun drungalegra út fyrir Úkraínu í dag í stríðinu gegn Rússlandi samanborið við fyrir ári síðan. „Skræfur“ í hópi vestrænna leiðtoga kunna að gefa Rússlandi sigurinn, að því er segir í grein í breska The Telegraph.
Robert Clark, dálkahöfundur The Telegraph, varar við því að 2024 gæti endað með „hráum vestrænum svikum“ gegn Úkraínu. Clark skrifar:
„Fyrir ári síðan gekk Úkraína inn í nýja árið full vonar en þetta ár hefst þess í stað á því að skræfuleiðtogar búa sig undir að veita Pútín sigur. Stjórnvöld á Vesturlöndum eru farin að sýna merki um skort á þolinmæði og skort á hernaðarlegum og fjárhagslegum stuðningi við Kænugarð.
Sigur Rússa drepur von um „fullveldi Evrópu“
Gagnsókn Úkraínu hefur mistekist og Rússar hafa staðið gegn refsiaðgerðum Vesturlanda. Stemningin í dag er önnur. Staðan er dekkri. Úkraína er í „mun daprari stöðu“ telur Robert Clark. Hann leggur áherslu á, að vesturveldin haldi áfram að standa saman „þétt“ að baki Úkraínu:
„Annars heilsar sigur Rússa sem lýkur árið 2024 ekki aðeins með dauða sjálfstæðis Úkraínu heldur hvers kyns von um fullveldi Evrópu.“